Alvotech skuldar yfir 141 milljarð króna

Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Eggert Jóhannesson

Al­votech skilaði upp­gjöri í gær fyr­ir 2024 þar sem fram kem­ur að fé­lagið hafi tapað tæp­um 31 millj­arði króna (231,9 m USD) á síðasta ári. Það þrátt fyr­ir tölu­verðan viðsnún­ing í sölu­tekj­um.

Heild­ar­tekj­ur fé­lags­ins námu tæp­um 65 millj­örðum króna (489,7 m USD), sem er veru­leg aukn­ing frá rétt um 12 millj­örðum (91,4 m USD) árið 2023.

Fé­lagið skuld­ar nú yfir 141 millj­arð króna (1.068,6 m USD) eft­ir mikl­ar fjár­fest­ing­ar í þróun, fast­eign­um, tækj­um og búnaði.

Fram kem­ur í reikn­ing­um Al­votech að skuld­ir fé­lags­ins beri meðal­vexti upp á 12,4%.

Fé­lagið á rétt um 7 millj­arða í hand­bæru fé (51,4 m USD). Vert er að nefna að end­ur­greiðsla lána Al­votech er lág næstu fjög­ur árin eft­ir ný­lega end­ur­fjármögn­un fé­lags­ins.

Gengi bréfa fé­lags­ins lækkaði um 6,45% í dag á markaði í um 556 millj­ón króna viðskipt­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK