Kínverski BYD tekur fram úr Tesla í sölu

BYD afhenti 4,27 milljónir bifreiða.
BYD afhenti 4,27 milljónir bifreiða. AFP/Joel Saget

BYD, kín­verski ris­inn í fram­leiðslu bif­reiða, skilaði 107 millj­örðum doll­ara í tekj­ur á ár­inu 2024.

Sam­kvæmt frétt CNN nam aukn­ing í sölu hjá BYD um 29% frá fyrra ári og tókst fé­lag­inu að af­henda um 4,27 millj­ón­ir bif­reiða.

Til sam­an­b­urðar voru tekj­ur Tesla fyr­ir sama tíma­bil 97,7 millj­arðar doll­ara og af­henti fé­lagið 1,79 millj­ón­ir bif­reiða.

Mikið hef­ur verið gert úr sam­keppni milli þess­ara tveggja fram­leiðenda að und­an­förnu enda hörð sam­keppni þeirra á milli um einn stærsta markað heims, Kína.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK