Markaðsstofan Mars fagnaði tímamótum í gær með opnun á nýrri skrifstofu.
Nokkuð sem endurspeglar vaxandi starfsemi og kraftinn sem býr í teyminu sem þar starfar, eins og kemur fram í tilkynningu.
Þar er einnig haft eftir framkvæmdastjóra félagsins, Ingva Einari Ingasyni:
„Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum og leggjum áherslu á að nálgast hvert verkefni af alúð og metnaði. Við bjóðum upp á öfluga markaðsþjónustu sem skilar árangri”.