Tímamót í sögu Eyris Invest

Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson.
Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyr­ir In­vest hf. fagn­ar 25 ára af­mæli sínu á þessu ári og stend­ur á merk­um tíma­mót­um. Á aðal­fundi fé­lags­ins sem hald­inn var í gær, þann 27. mars 2025, samþykktu all­ir hlut­haf­ar fé­lags­ins til­lögu stjórn­ar um lækk­un hluta­fjár með greiðslu til hlut­hafa. Til­lag­an var í sam­ræmi við niður­stöðu val­frjáls til­boðs til hlut­hafa um þátt­töku í fyr­ir­hugaðri hluta­fjár­lækk­un og nam þátt­taka hlut­hafa í hluta­fjár­lækk­un­inni um 91% af úti­stand­andi hluta­fé. All­ir hlut­haf­ar fé­lags­ins kusu að taka þátt í til­boðinu að hluta eða öllu leyti.

Eyr­ir In­vest var stofnað árið 2000 af Þórði Magnús­syni og Árna Oddi Þórðar­syni. Síðar bætt­ust við aðrir hlut­haf­ar, þar á meðal fjár­sterk­ir einka­fjár­fest­ar og stofnana­fjár­fest­ar. Eft­ir hluta­fjár­lækk­un­ina verða stofn­end­ur Eyr­is In­vest einu hlut­haf­ar fé­lags­ins með jafn­an eign­ar­hlut, Þórður Magnús­son í eig­in nafni og Árni Odd­ur Þórðar­son í gegn­um eign­ar­halds­fé­lög­in Sex áln­ir ehf. og 12 Fet ehf. sem eru að fullu í hans eigu.  

„Við fögn­um niður­stöðu aðal­fund­ar sem við telj­um afar far­sæla lausn fyr­ir alla hlut­hafa. Þetta eru mik­il­væg tíma­mót í sögu Eyr­is In­vest. Fyr­ir hönd stjórn­ar vil ég þakka hlut­höf­um og sam­starfsaðilum fyr­ir gott og far­sælt sam­starf á und­an­förn­um miss­er­um. Við hlökk­um til að fylgj­ast með fé­lag­inu á kom­andi árum.“ seg­ir Friðrik Jó­hanns­son, stjórn­ar­formaður Eyr­is In­vest.

End­ur­gjald lækk­un­ar­inn­ar er í formi hluta­bréfa í JBT Mar­el Corporati­on og Fræ Capital hf., í hlut­falli við eign­ar­hlut í Eyri In­vest. Fé­lagið af­hend­ir hlut­höf­um 3.032.714 hluti í JBT Mar­el og mun að  loknu upp­gjöri eiga 284.948 hluti sem sam­svar­ar 0,55% eign­ar­hlut í JBT Mar­el.  Eyr­ir In­vest gerði upp all­ar skuld­bind­ing­ar við lán­veit­end­ur í janú­ar og er skuld­laust.

Eyr­ir In­vest stofnaði fé­lagið Fræ Capital í þeim til­gangi að taka yfir sprot­a­starf­semi fé­lags­ins og ein­falda upp­gjör við hlut­hafa þess. Fræ Capital fer nú með eign­ar­hluti í óskráðum fé­lög­um og sjóðum sem áður voru í eigu Eyr­is. Fræ Capital er vel fjár­magnað og í sterkri stöðu til framtíðar.

Eyr­ir In­vest var kjöl­festu­fjár­fest­ir í Mar­el frá ár­inu 2005 og hafði lyk­i­lá­hrif á vöxt og þróun fé­lags­ins. Á þeim tíma juk­ust tekj­ur Mar­el úr 129 millj­ón­um evra í yfir 1.700 millj­ón­ir evra og starfs­manna­fjöldi úr 800 í yfir 7.000 í yfir 30 lönd­um. Á sama tíma­bili skilaði Mar­el ávöxt­un til hlut­hafa sem var sam­bæri­leg við bestu hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. Samruni Mar­el og JBT var í sam­ræmi við lang­tíma­sýn Eyr­is In­vest fyr­ir áfram­hald­andi vöxt Mar­el. Sam­einað fé­lag JBT Mar­el er leiðandi alþjóðleg­ur fram­leiðandi á búnaði, samþættri tækni og þjón­ustu fyr­ir mat­væla- og drykkjar­vöruiðnaðinn.

Stjórn Eyr­is In­vest var end­ur­kjör­in á aðal­fundi en í kjöl­far upp­gjörs við frá­far­andi hlut­hafa verður boðað til hlut­hafa­fund­ar þar sem ný stjórn tek­ur við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK