Ítarleg viðskiptaáætlun liggur fyrir

Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar segir viðræður í gangi við …
Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar segir viðræður í gangi við Símann um mögulega heildsölu, einnig óformleg samtöl við eftirlitsaðila. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Næsta haust mun fjar­skipta- og fjöl­miðlafyr­ir­tækið Sýn taka við sýn­ing­um leikja í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta, enska bolt­an­um svo­kölluðum, af Sím­an­um sem hef­ur haft sýn­ing­ar­rétt­inn und­an­far­in ár.

Heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans herma að Sýn greiði yfir 24 millj­ón­ir evra fyr­ir þriggja ára samn­ing, eða meira en 3,5 millj­arða króna.

Til sam­an­b­urðar má geta þess að markaðsvirði Sýn­ar í Kaup­höll­inni er 7,5 millj­arðar króna, eða rúm­lega tvö­falt verð þess­ar­ar einu vöru.

María Björk Ein­ars­dótt­ir, for­stjóri Sím­ans, sagði í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann á dög­un­um að þrátt fyr­ir vin­sæld­ir enska bolt­ans væri verðið á sýn­ing­ar­rétt­in­um orðið þess eðlis að var­an stæði ekki und­ir sér.

Þá sagði hún að já­kvæð rekstr­ar­leg áhrif af enska bolt­an­um væru of­met­in. Bolt­inn styddi vissu­lega við fjar­skipta­sölu en ekki nógu mikið til að svara kostnaði að mati Sím­ans. Til að mynda hafi in­ter­netteng­ing­um hjá Sím­an­um aðeins fjölgað um 1.200 fyrsta árið eft­ir að fyr­ir­tækið fékk sýn­ing­ar­rétt­inn árið 2019.

Leik­ur lyk­il­hlut­verk

Í síðustu árs­skýrslu Sýn­ar er getið um enska bolt­ann í pistli Her­dís­ar Drafnar Fjeld­sted, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, og Há­kon­ar Stef­áns­son­ar stjórn­ar­for­manns. Þar segja þau að enski bolt­inn leiki lyk­il­hlut­verk á þessu ári á ein­stak­lings­markaði.

Má leiða að því get­um að Sýn sjái fyr­ir sér að geta lokkað fjölda manns yfir í fjar­skiptaviðskipti með því að selja fjar­skipti í vöndli með enska bolt­an­um.

Hæsta­rétt­ar­dóm­ur, sem staðfesti þann 26. fe­brú­ar sl. úr­sk­urð áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála í máli vegna enska bolt­ans um að Sím­inn hefði brotið gegn sátt sem fyr­ir­tækið gerði við stofn­un­ina, gæti þó flækt málið. Var Sím­an­um gert að greiða 400 millj­óna króna sekt í rík­is­sjóð vegna þessa.

Á vef Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir að brot Sím­ans hafi fal­ist í því að bæta sjón­varps­stöðinni Sím­an­um Sport með enska bolt­an­um við svo­nefnd­an Heim­il­ispakka um leið og fyr­ir­tækið hækkaði verð fyr­ir áskrift að pakk­an­um. „Á þess­um tíma voru áskrif­end­ur Heim­il­ispakk­ans á fjórða tug þúsunda og lýsti for­stjóri Sím­ans þess­ari sam­tvinn­un á þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins þannig að með henni fengi það „40 þúsund áskrif­end­ur strax frá fyrsta degi“. Áskrif­end­ur Heim­il­ispakk­ans gátu ekki afþakkað sjón­varps­stöðina nema segja upp áskrift að pakk­an­um, en þurftu þá að greiða mun hærra verð fyr­ir þá fjar­skiptaþjón­ustu sem þeir höfðu áður fengið með hon­um. Taldi Sam­keppnis­eft­ir­litið í ákvörðun nr. 25/​2020 að í þessu hefði fal­ist al­var­legt brot Sím­ans og var sú niðurstaða staðfest í úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála í máli nr. 1/​2020. Hef­ur Hæstirétt­ur nú staðfest þá niður­stöðu.

Gátu ekki hafnað

ViðskiptaMogg­inn leitaði svara frá Her­dísi sem svaraði skrif­lega:

Þið sögðuð í síðustu árs­skýrslu að end­ur­koma enska bolt­ans leiki lyk­il­hlut­verk á þessu ári á ein­stak­lings­markaði. Nú hef­ur Hæstirétt­ur ný­lega dæmt í máli enska bolt­ans hjá Sím­an­um þar sem seg­ir að ekki megi vöndla bolt­an­um með fjar­skipt­um – nema þá í nýj­um vöndl­um, þ.e. ekki bæta í vöndla sem búið er að selja til viðskipta­vina.

„Þetta er ekki al­veg rétt túlk­un á dómi Hæsta­rétt­ar. Hæstirétt­ur féllst á með Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu að aðgerðir Sím­ans hf. hefðu falið í sér brot gegn 3. gr. sátt­ar­inn­ar frá 15. apríl 2015 þar sem áskrif­end­ur Heim­il­ispakk­ans áttu þess ekki kost að hafna aðgangi að sjón­varps­rás­inni Sím­inn Sport sér­stak­lega og halda öðrum þjón­ustuþátt­um, bæði fjar­skiptaþjón­ustu og ann­arri sjón­varpsþjón­ustu, nema með því að segja upp áskrift­inni. Hefðu kaup þeirra á stök­um þjón­ustuþátt­um óhjá­kvæmi­lega haft um­tals­verða hækk­un á verði í för með sér. Þessi viðskipta­kjör Sím­ans hf. hefðu falið í sér að viðskipta­vin­ir hans á einu sviði keyptu eða fengju þjón­ustu hans á öðru sviði gegn verði sem jafna mætti til skil­yrðis um að kaupa þjón­ust­una sam­an.“

Mér skilst að þið hafið séð tæki­færi í að fá þúsund­ir áskrif­enda í fjar­skipti til ykk­ar með þess­ari aðferð og þannig að búa til viðskipti úr fjár­fest­ing­unni. Spurn­ing­in er því, hvernig ætlið þið að vöndla þessu með fjar­skipta­vör­um í ljósi dóms­ins?

„Dóm­ur Hæsta­rétt­ar hef­ur verið ít­ar­lega greind­ur, sem og sátt Sýn­ar við Sam­keppnis­eft­ir­litið. Hvorki í dóm­in­um né sátt­inni er lagt bann við að vöndla sam­an fjar­skipt­um og mik­il­væg­um sjón­varps­rás­um. Ná­kvæm sam­setn­ing á vöndl­um með enska bolt­an­um er í vöru­mót­um og tekið verður fullt til­lit til þeirra leiðbein­inga sem er að finna í dómi Hæsta­rétt­ar og sátt Sýn­ar við Sam­keppnis­eft­ir­litið.“

Hvernig hygg­ist þið gera ykk­ur mat úr vör­unni – hvert er „bus­iness case-ið“? María Björk for­stjóri Sím­ans sagði ný­lega að já­kvæðu rekstr­ar­legu áhrif­in af enska bolt­an­um væru of­met­in og in­ter­netteng­ing­um hjá Sím­an­um hefði ein­ung­is fjölgað um 1.200 fyrsta árið eft­ir að Sím­inn fékk rétt­inn árið 2019.

„Ítar­leg viðskipta­áætl­un ligg­ur til grund­vall­ar, en eðli máls­ins sam­kvæmt er ekki unnt að upp­lýsa um ein­stök atriði henn­ar nema á rétt­um vett­vangi í ljósi þess að Sýn er fé­lag sem er skráð í kaup­höll, auk þess sem viðskipta­áætl­un­in geym­ir viðkvæm­ar viðskipta­leg­ar upp­lýs­ing­ar.“

Hver er eft­ir­spurn­in eft­ir þess­ari vöru í dag – er hún jafn­mik­il, minni eða meiri en verið hef­ur síðustu ár?

„Við höf­um enga ástæðu til að ætla að spurn eft­ir vör­unni sé minni en verið hef­ur und­an­far­in ár.“

Eru for­send­ur fyr­ir kaup­un­um á bolt­an­um ekki brostn­ar með þess­um dómi?

„Alls ekki, við mun­um ein­fald­lega fylgja þeim leiðbein­ing­um sem þar er að finna, sem eru lítið íþyngj­andi þegar kem­ur að út­færslu á vöru­fram­boði okk­ar.“

Hvert var kaup­verðið á sýn­ing­ar­rétt­in­um?

„Það er trúnaðar­mál.“

Hvað gerið þið ráð fyr­ir mikl­um viðbót­ar­kostnaði við út­send­ing­arn­ar?

„Það eru viðskipta­lega viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar, sem eru hluti af viðskipta­áætl­un vegna enska bolt­ans.“

Hvað gerið þið ráð fyr­ir að geta náð inn mikl­um tekj­um í beinu sam­bandi við enska bolt­ann?

„Það eru viðskipta­lega viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar, sem eru hluti af viðskipta­áætl­un vegna enska bolt­ans.“

Eru ein­hver upp­sagn­ar­á­kvæði í samn­ingn­um – þ.e. getið þið losað ykk­ur út úr hon­um ef ykk­ur líst ekki á málið eins og það lít­ur út núna?

„Við erum bund­in trúnaði við EPL (English Premier League – Innsk. blm.) varðandi ein­stök ákvæði samn­ings­ins, auk þess sem við sjá­um eng­an hag í að losa okk­ur út úr samn­ingn­um. Þvert á móti veit­ir hann okk­ur marg­vís­lega mögu­leika til að styrkja stöðu okk­ar á ein­stak­lings­markaði.“

Einnig væri gam­an að vita hvort þið munið selja enska bolt­ann í heild­sölu til Sím­ans (og/​eða annarra fyr­ir­tækja) þannig að áskrif­end­ur sjón­varpsþjón­ustu Sím­ans geti horft á bolt­ann.

„Við eig­um í viðræðum við Sím­ann um mögu­leika þeirra á að selja enska bolt­ann í heild­sölu. Hvernig sem þeim viðræðum lykt­ar mun­um við gæta að þeim lög­um og regl­um sem um slíkt gilda og höf­um við átt óform­leg sam­töl við eft­ir­litsaðila í því skyni.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka