Afmæli bjórsins á Íslandi

Hvað ef þetta væru hauskúpur?
Hvað ef þetta væru hauskúpur?

Í dag eru 24 ár síðan banni við sölu bjórs á Íslandi var létt. Helgin sú reyndist góð til getnaðar og níu mánuðum síðar fæddust fleiri börn en eftir síðustu þrjár þjóðhátíðir samanlagt.
Djók, Monitor veit ekkert um það. Monitor veit aftur á móti ýmislegt um bjór og hefur ákveðið að deila með þér nokkrum vel völdum staðreyndum.

  • Flaska af Tutankhamun Ale er sú dýrasta sem seld hefur verið. Fornleifafræðingar munu hafa fundið ævafornar dreggjar í ölgerðarkrukkum hin forna Sólar hofs hinnar egypsku drottningar Nefertiti, sem uppi var um 1300 f.Kr. og bruggað úr þeim um 1000 flöskur af Tutankhamun öli. Fyrsta flaskan seldist á 7.686 dollara.

  • Kvikmyndin Shawshank redemption gerist á fjórða áratug síðustu aldar og í henni má sjá fanga drekka bjór úr flöskum þrátt fyrir að ekki hafi verið byrjað að selja bjór öðruvísi en í dósum fyrr en mörgum árum síðar.

  • Ef þú safnar bjórflöskum berðu fræðiheitið labeorphilist á ensku. Nafninu heldurðu hinsvegar ekki ef þú ferð síðan með þær í Sorpu.

  • Í Þýskalandi er hægt að kaupa bjór í frostpinna formi en prósentan er nokkuð lægri en í venjulegum bjór.

  • Iron City bjórinn var sjá fyrsti sem hafði álflipa til að opna dósina. Þetta var árið 1962 en um miðjan 8. áratuginn voru 90% allra bjórdósa með slíkan flipa.

  • Áfengisbannið í Bandaríkjum hófst þann 16. janúar 1920 og entist í 13 ár, 10 mánuði, 19 daga, 17 klukkutíma og 32 og hálfa mínútu en því lauk 5. desember 1933 klukkan 15:32.

  • Ástríða fyrir bjór kallast á fræðimáli cerevisaphilia og skal ekki ruglað við alkóhólisma.

  • Í Faibanks í Arkansas er ólöglegt að gefa elg bjór.

  • Í Colorado er ólöglegt að fara á hestbak ölvaður. Eftir einn ei ríði neinn.

  • Orðatiltækið um þumalputtaregluna kemur frá bruggurum sem notuðu þumalinn til að athuga hitastig bjórblöndunnar.

  • Cenosillicafóbía er óttinn við tómt glas.

  • Sumir halda því fram að við „skálum“ af því að víkingarnir hafi drukkið úr skálum og að orðið skálar reki uppruna sinn til þess að þær hafi upprunalega verið búnar til úr höfuðkúpum óvina þeirra saman ber enska orðið „skull“.

  • Hvíta húsið bruggar sinn eigin bjór.

  • Framleiðsla og neysla bjórs er bönnuð í Íran.

  • Fyrir siðaskipti þótti gott að heita á heilagan Þorlák við ölgerð.

  • Samkvæmt ásatrú flæðir endalaus bjór úr spenum geitarinnar Heiðrúnar en eftir henni er Vínbúðin á Höfða nefnd.

  • Mannslíkaminn getur unnið úr um það bil einum bjór á klukkutíma. Ef þú drekkur meira en það verðurðu drukkin/n.

    Ef þig þyrstir í meiri fróðleik má finna hann hér.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka