Unga parið sem ætlaði sér að eiga innilega stund á bílastæði við Rauðavatn í gærkvöldi varð frekar skömmustulegt þegar Árni Friðleifsson varðstjóri bankaði á rúðuna og stöðvaði leikinn en hann var staddur í viðtali hjá mbl.is þegar hann rak augun í bílinn sem lagt hafði verið á bak við runna.
Eftir að Árni hafði beðið parið ástfangna vinsamlega um að færa atlotin á hentugri stað, sem ekki myndi særa blygðunarkennd samborgaranna, kláraði hann viðtalið af fagmennsku en parið sem var í bláum Hyundai-fjölskyldubíl var ekki lengi að láta sig hverfa.
Atvikið náðist á myndskeið sem að mati Monitors á erindi við þjóðina.