Með yfir 500.000 „views“ á Youtube

Þorsteinn Sindri Balvinsson notast við listamannsnafnið Stony
Þorsteinn Sindri Balvinsson notast við listamannsnafnið Stony Ljósmynd/ Rósa Braga

Þorsteinn Sindri Baldvinsson, eða Stony eins og hann kallar sig á myndbandarásinni Youtube, er rétt rúmlega tvítugur nemi sem hefur vakið mikla athygli fyrir frumlega takta.

Fyrir viku setti Þorsteinn myndband á netið þar sem hann notar hljóð úr umhverfi sínu til þess að flytja brot úr laginu „Can't hold us“ með Macklemore og Ryan Lewis. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið hátt í 600 þúsund sinnum og það er ljóst að myndbandið vekur athygli langt út fyrir landsteinana.

„Ég setti fyrstu „cover“-myndböndin mín inn fyrir um ári,“ segir Þorsteinn en þar til fyrir viku hafði hann einbeitt sér að því að bæta í lög annarra listamanna með trommuslætti. Þorsteinn lærir á trommur við Tónlistarskóla Akureyrar og stefnir á að ljúka námi þaðan eftir ár. „Myndbandið sem ég gerði við „Earthquake“ með Labrinth var líklega það fyrsta sem vakti athygli en ekkert miðað við „Can't hold us“,“segir Þorsteinn og bætir við að hann sé í smá sjokki yfir viðtökunum. „Ég er að spá í að taka rásina mína meira í þessa átt, það er nóg af trommurum á Youtube og það er skemmtilegra að gera eitthvað nýtt.“ 

 „Við vorum með myndavél og tvo mæka og fórum svo í gegnum þessa rútínu frá bílastæðinu og inn til mín. Einn mækinn notuðum við til að taka upp hljóðin sem við ætluðum að „loopa“ og hinn tók upp hljóð í bakgrunni. Það er mjög erfitt að útskýra þetta, við gerðum þetta nítján sinnum áður en þetta tókst loksins,“ segir Þorsteinn. 

Þorsteinn var byrjaður að tromma aðeins sjö ára gamall og hann segir foreldra sína styðja vel við bakið á sér. Trommur eru ekki foreldravænstu hljóðfæri heims en Þorsteinn segist passa upp á að þær valdi þeim ekki ónæði. „Ég er með stúdíóið hérna úti í sveit, eins langt frá þeim og ég get, svo þetta sleppur,“ segir hann og hlær. 

Aðspurður um hvað tekur við næst segir Þorsteinn að hann íhugi nám á erlendi grundu og muni leggja land undir fót í sumar til að kynna sér tónlistarskóla í Kaliforníu.  

„Ég ætla aðeins að skoða þetta í sumar, sjá hvernig þetta er og hvort maður hafi efni á því,“ segir Þorsteinn. „Svo ætla ég bara að halda áfram að gera myndbönd.“ En hvers  mega aðdáendur Stony vænta? „Sumarlagið í ár er klárlega „Get Lucky“og ætli ég sé ekki líklegur til að leika mér með það næst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar