Glöggir lesendur muna eftir tímamótaviðtali Monitor við rapparann Kött Grá Pje.
Lag hans og Nolem, Aheybaró, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og nú nýtur Monitor þess heiðurs að frumsýna tónlistarmyndbandið við lagið fyrir íslenskum almenningi.
Þórgnýr Inguson skrifaði handritið og leikstýrði myndbandinu en Árni Þór Theodórsson sá um kvikmyndatöku og klipptu þeir það í sameiningu. Þetta mun vera fyrsta leikstjórnarverkefni Þórgnýs síðan hann útskrifaðist frá Prague Film School síðastliðið sumar en Árni útskrifaðist frá New York Film Academy 2009. Anna Kristín Arnardóttir sá um förðun og búninga en myndbandið er tekið upp í útjaðri Akureyrar þar sem hefur verið talsvert meiri blíða en á höfuðborgarsvæðinu.