Eiga lokalagið í enskum sjónvarpsþætti

Arnór Dan Arnarson skaust fram á sjónarsviðið með Agent Fresco þegar hljómsveitin vann Músíktilraunir árið 2008 og var þá nýfluttur til landsins eftir að hafa alist upp í Danmörku. Af þeim ástæðum segist söngvarinn hafa sérstakt sjónarhorn á íslenskt samfélag og menninguna hérlendis og kallar sig raunar ferðamann í eigin landi. Á sömu forsendum segist hann geta fullyrt að aðdráttaraflið sem trekkir túrista til landsins sé náttúrufegurðin og tónlistin.

Blaðamaður Monitor settist niður með söngvaranum lífsglaða og ræddi við hann um tónleikastaðamálið mikla, framhaldið hjá Agent Fresco, næturvinnu, fótboltaspark án klæða og allt þar á milli.

Undanfarin misseri hefur þú starfað töluvert með Ólafi Arnalds. Hvernig kom það til?
Hvorugur okkar man hvenær eða hvernig við kynntumst, en Óli bauð mér upphaflega að semja eitt lag með sér sem endaði á að vera lagið Old Skin. Hann hefur seinna viðurkennt að það var hálfgerð tilraun til að sjá hvernig það var að vinna með mér og upp frá því bauð hann mér að taka þátt í að semja laglínur og syngja nokkur lög á plötunni sinni og það hentaði mér bara fullkomlega á þeim tímapunkti. Við í Fresco vorum nýbúnir að gefa út plötu og fylgja henni eftir og mig langaði að prófa að gera eitthvað allt annað áður en við færum að semja fyrir næstu Fresco-plötu. Við fórum síðan í kynningartúr þar sem maður fékk að syngja á sjúklega flottum stöðum með sinfóníuhljómsveit og það var ólýsanlegt.

Þið eigið líka saman lag sem kemur í lok hvers þáttar af Broadchurch, sem slegið hafa í gegn í Englandi og verða sýndir í bandarísku sjónvarpi í haust.
Já, Óli var fenginn í að semja tónlist fyrir þessa þætti sem eru geðveikir. Hann bauð mér að semja sönginn fyrir lagið og það gekk allt saman upp. Ég fékk reyndar ekki að semja textann, það var pínu leiðinlegt, en söngurinn minn kemur allavega alltaf í lok hvers þáttar. Þetta Óla-ferli hefur sem sagt verið algjört ævintýri og það hefur líka gefið mér frábær tækifæri og ég hef tekið eftir því á Facebook að Agent Fresco hefur eignast fleiri aðdáendur úti í heimi í gegnum þetta verkefni, sem er snilld.

Lestu viðtalið við Arnór í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård