Hvar finnum við Gosling?

Reyndu að láta ekki líða yfir þig þegar Gosling lítur …
Reyndu að láta ekki líða yfir þig þegar Gosling lítur á þig og segir ljúfmannlega „ Hey girl“

Nær­bux­ur bæði karl­kyns og kven­kyns Reyk­vík­inga skullu í gólfið með lát­um þegar þessi frétt kom á netið fyr­ir stundu. Ryan Gosl­ing er á land­inu og miðað við upp­lausn­ina sem varð þegar Ed Westwick mætti á klak­ann hér um árið má bú­ast við að nú þegar hafi mynd­ast ör­tröð ör­vænt­inga­fullra aðdá­enda Gosl­ing á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Ef Gosl­ing ákveður að gera sér glaðan dag á Íslandi er nokkuð víst að hann verður hundelt­ur. Monitor tók sam­an fimm staði í Reykja­vík og ná­grenni þar sem lík­leg­ast er að þér tak­ist að rek­ast á goðið og hvernig þú átt að ná at­hygli hans. 

Á leið sinni frá Leifs­stöð er góður mögu­leiki á því að Gosl­ing skelli sér í Bláa Lónið. Þetta er ekki bara tæki­færi til að dást að hon­um ber­um að ofan held­ur get­ur þú einnig boðist til að bera á hann hvíta gumsið úr lón­inu.

Bláa lónið

„Stund­um held ég að það sem ég elski mest við að vera full­orðinn sé að hafa rétt á að kaupa nammi hvar og hvenær sem ég vil.“ - Ryan Gosl­ing

Gosl­ing elsk­ar sum­sé sæl­gæti. Komdu þér fyr­ir við ein­hverja vel valda sæl­gætis­versl­un í miðbæn­um og bíddu fær­is eða fylltu vas­ana af ís­lensku nammi til að vinna hjarta hans ef þú skild­ir rek­ast á hann.

nammi

Gosl­ing er dýra­vin­ur og því er ekki ólík­legt að hann vilji demba sér í hvala­skoðun. Lærðu að sprauta vatni út um nefið á þér eða fram­kalla höfr­unga­hljóð og leyfðu Gosl­ing að heill­ast af hinu sér­ís­lenska og dul­ar­fulla nátt­úru­barni innra með þér.

Hvalur

Ef Gosl­ing stopp­ar bara í einn dag verður án efa farið með hann gullna hring­inn. Stattu hinum meg­in við Strokk svo þú verðir það fyrsta sem Gosl­ing sér þegar hann er bú­inn að gjósa. Ef þú get­ur reddað vind­vél er það plús.

Geysir

„Ef ég borða stóra máltíð og get fengið stelp­una til að strjúka mér um mag­ann eft­ir á, þá það er nokk­urn veg­inn það róm­an­tísk­asta sem mér dett­ur í hug.“ -Ryan Gosl­ing

Stjörn­ur verða að borða og síðasta sum­ar borðuðu all­ar stjörn­urn­ar á Sus­hi Sam­ba. Þú veist hvað þú þarft að gera.

mallaklapp

Merki­legt nokk virðist Aust­ur vera skyldu­án­ing­arstaður stjarn­anna þegar þær heim­sækja Ísland. Sum­ar þeirra leita þó einnig á B5 og á miðviku­dagskveldi sem þessu er alls ekki ólík­legt að Gosl­ing heim­sæki Kaffi­bar­inn. Þá er komið að þér að skína á dans­gólf­inu og heilla hann með mjaðmahnykkj­um.

(STUTT LÝSING

dans2  

Kannski færðu smá hristu á móti.

Kannski færðu smá hristu á móti

Hver veit. Ef þú spil­ar rétt úr því sem þér er gefið gæti þetta verið þú í lok kvölds.

koss

Erum við samt ekki að gleyma ein­hverju?

Eva

Kannski, en gleym­um Evu Mendes bara aðeins leng­ur. 

Ef ske kynni að Gosl­ing yf­ir­gefi svæðið áður en þú nærð að berja hann aug­um, er Monitor með meðferðarúr­ræði fyr­ir þig á reiðum hönd­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir