Timberlake gefur smjörþefinn

Stríðnisglott sem bræðir hjörtu
Stríðnisglott sem bræðir hjörtu

Það virðist vera að komast í tísku meðal tónlistarmanna vestanhafs að æsa upp aðdáendur með stuttum hljóðbrotum og sem minnstum upplýsingum.

Daft Punk gáfu aðdáendum sínum aðeins smámylsnu af stórsmellnum „Get Lucky“ í einu og nú virðist Justin Timberlake ætla að feta í fótspor þeirra.

Timberlake gaf út plötuna The 20/20 Experiance fyrr á árinu með loforði um að ný plata myndi fljótlega fylgja á hæla hennar. Í myndbandinu hér að neðan má sjá Timberlake fletta skiltum og á það seinasta að sýna útgáfudagsetningu lagsins „Take Back the Night“. 

Skiltið er hinsvegar „blörrað“ og því er ekki nokkur leið að vita hvenær lagið er væntanlegt.
Örstutt brot af laginu heyrist í myndbandinu sem virðist vera diskósveifla í takt við Nile Rogers æði þeirra Daft Punk drengja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mest spennandi uppákoma dagsins felst í óvæntum glaðningi frá börnunum. Ekki láta tafir slá þig út af laginu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mest spennandi uppákoma dagsins felst í óvæntum glaðningi frá börnunum. Ekki láta tafir slá þig út af laginu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson