Viðtal við Mollý neytanda

Undanfarið hefur borið mikið á kvenmannsnafninu Mollý í íslensku skemmtanalífi. Þar er þó ekki um að ræða nýjustu djammdrottningu borgarinnar því Mollý þessi er ekki manneskja heldur eiturlyfið MDMA. Mollý, sem dregur nafn sitt af orðinu "molecule" (ísl. sameind) hefur verið tíður gestur í poppmenningu samtímans og við undirbúning úttektar um efnið fékk Monitor að heyra ýmsar og afar ólíkar sögur af upplifunum og afleiðingum notkunar á MDMA. 

<br/><br/>

Í umfjöllun sinni leitast Monitor við að kynna lesendur sína fyrir eiturlyfinu Mollý frá hinum ýmsu sjónarhornum en að því sögðu er

<strong>rétt að árétta að það er rík ástæða fyrir því að vímuefni á við MDMA er nefnd EITURLYF (í blaði vikunnar má lesa um öll þau slæmu áhrif sem efnið hefur á notendur). <a href="/monitor/frettir/2013/09/07/tonleikagestir_letust_vegna_eiturlyfjaneyslu/">Hér </a>má lesa um tvö dauðsföll sem urðu af völdum fíkniefnisins á hátíðinni Electric Zoo og <a href="/monitor/frettir/2013/09/05/g_er_heppinn_ad_vera_a_lifi/">hér </a>ma lesa viðtal við ungan Íslending sem slasaðist lífshættulega undir áhrifum þess.</strong>

Eftirfarandi viðtal tók Monitor við ungan mann sem notar Mollý iðulega þegar hann fer á djammið um helgar en mælt er með því að lesendur kynni sér umfjöllunina í heild sinni.

<strong><br/></strong> <div data-canvas-width="178.10000000000002" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>Af hverju byrjaðir þú að nota Mollý?</strong></div><div data-canvas-width="90.39000000000001" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">Ég bara veit það ekki, ég hafði heyrt góða hluti um þetta. Ég hef prófað eiginlega allt og aldrei fundið nein spes áhrif. Ég hef lesið mér til og horft á heimildarmyndir um flest öll eiturlyf. Mér fannst E-pillur alltaf hljóma rosalega illa og svo heyrði ég talað um að þetta virka efni væri skárra af því að þetta væri ekki blandað við neitt annað stöff. Svo ég spurði félaga mína út í þetta og þeir mæltu með þessu.</div><div data-canvas-width="157.29" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>Hvenær prófaðir þú efnið fyrst?</strong></div><div data-canvas-width="48.38000000000001" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">Bara í sumar, ég hef gert þetta nokkrum sinnum í sumar þegar ég er úti að skemmta mér og svona.</div><div data-canvas-width="211.82" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>Myndirðu flokka sjálfan þig sem dópista?</strong></div><div data-canvas-width="214.63" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr">Þetta er svona meira eins og að fá sér steik á laugardögum, tríta sig þú veist.</div><div data-canvas-width="214.63" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>Ókei, en hvað kostar þá hvert svona „trít“?</strong></div><div data-canvas-width="49.08" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">Sko, grammið er svona 25 (þúsund) „give or take“ en það dugar alveg í svona tíu til fimm skammta.</div><div data-canvas-width="101.07" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>Hvernig færðu þetta afhent? Eru þetta viðskipti við skuggalega gæja með „zip-lock“ poka eins og í bíómyndunum?</strong></div><div data-canvas-width="140.82" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">Ég hef nú alltaf bara mætt til dílersins og hann bara brýtur þetta niður. Þetta er svona kristall, bara svona bolti og stundum er bara duft eftir af honum en yfirleitt eru þetta svona harðir kögglar sem hann setur í plastfilmu.</div><div data-canvas-width="144.12" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>Hvernig neytir maður Mollý?</strong></div><div data-canvas-width="181.14000000000001" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">Þetta er bara gleypt. Mér finnst það eitthvað huggulegra en að taka í nös. Það sem ég fíla líka við þetta er að maður verður ekkert mjög dópaður, það sést voða lítið á manni. Þetta er ekki eins og áfengi eða kókaín af því að maður missir ekki jafn mikið kontról. Það er örugglega svolítið persónubundið hversu lengi víman endist. Þetta eru kannski svona tveir tímar og eftir það ferðu að dempast smá niður. Eftir fjóra tíma fer maður kannski að sofa upp í rúmi og þá þykir manni líka rosalega vænt um rúmið.</div><div data-canvas-width="35.61" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>En hvað gerist þá þegar maður fer í vímu af Mollý?</strong></div><div data-canvas-width="138.72000000000003" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">Fyrsta korterið er eiginlega svona hjúpur í kringum mann sem er voða þægilegt og manni finnst allt bara rosalega næs. Ég hef aldrei prófað að sofa hjá á þessu en ég hef heyrt að það sé geðveikt. Það er ekki það að maður verði graður heldur er öll snerting svo þægileg og manni þykir svo vænt um alla á þessu. Daginn eftir að ég prófaði þetta efni hugsaði ég einmitt um hvað það hefði verið mikil væntumþykja í mér og að mig langaði eiginlega til þess að vera meira svona eins og ég var á Mollý.</div><div data-canvas-width="34.07" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>Ertu ekki hræddur við það að sambærilegar reynslur í raunheiminum blikni þá í samanburði?</strong></div><div data-canvas-width="76.55" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">Ég hugsa að þetta sé einmitt ekki svona líkamleg fíkn eins og áfengi og kókaín heldur meira svona ástandsfíkn. „Af hverju ætti ég að fara út, ef ég get farið út og liðið svona,“ hugsar maður kannski. Ég er ánægður að hafa ekki kynnst þessu 18 ára sko, að hafa getað skemmt mér án þess einu sinni.</div><div data-canvas-width="14.26" data-font-name="g_font_p0_2" dir="ltr"><strong>Sérðu fyrir þér að þú munir hætta að taka Mollý eða er þetta eitthvað sem mun fylgja þér héðan af?</strong></div><div data-canvas-width="238.64000000000001" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">Það væri alveg gaman að eiga þetta uppi í skáp og draga fram í partíum og með konunni, eins og rauðvín eða eitthvað. Það er í raunninni miður þar sem ég hef eiginlega frekar verið á vímuefnalausa vængnum og ekkert notað að staðaldri. Ég hef bara ekki fundið ástæðu til að hætta enn þá. Það væri kannski helst ef ég væri hættur að geta</div><div data-canvas-width="97.32000000000001" data-font-name="g_font_p2_2" dir="ltr">farið að skemmta mér án Mollý, þá færi maður að hugsa sinn gang.</div> <em><br/></em> <em>Hér er aðeins brot á umfjöllun Monitor um Mollý, umfjöllunina má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.</em>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir