Fátt hefur verið jafn mikið í umræðunni undanfarið og niðurskurður og hópuppsagnir á RÚV. Eins og verður jafnan með svo stórar og sársaukafullar aðgerðir er mörgum heitt í hamsi og stóðu fjölmargir mótmælastöðu við útvarpshúsið í gær. Mikil umfjöllun var um málið og birti mbl.is m.a. myndskeið af mótmælunum.
Mikið mæðir á Páli Magnússyni útvarpsstjóra þessa dagana vegna málsins, en hann mætti í viðtal hjá Kastljósi í gærkvöldi. Viðtalið tók Sigmar Guðmundsson, en þrátt fyrir að þeim hafi ekki lent harkalega saman eins og Páli og Helga Seljan gerði fyrr um daginn virðist þó á líkamstjáningu Páls sem hann hafi ekki verið ýkja sáttur allan tímann.
Myndin hér að ofan var fengin af Facebook síðu Davíðs Inga Magnússonar og setur hann eftirfarandi texta með:
„Ég er nokkuð áhugasamur um líkamstjáningu fólks (e. body language), þar sem líkamstjáningin segir mögulega eitthvað allt annað en orðin sem hrökkva af vörum viðkomandi. Gott dæmi er þegar að menn eru að ljúga upp í opið geðið á þér en hrista hausinn í sífellu. Rautt ljós og viðvörunarmerki.
Stjarna dagsins kom með nokkuð augljós merki en atvikið á myndinni átti sér stað á 4:27 þegar að Sigmar ræðir gagnrýnisraddir um forgangsröðun fjármagnsins sem að RÚV hefur úr að spila.“