Walter Mitty varð til árið 1939

Ben Stiller, betur þekktur sem Walter Mitty
Ben Stiller, betur þekktur sem Walter Mitty ANSA

Á morgun verður stórmyndin The Secret Life of Walter Mitty frumsýnd, en hún hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Eins og alkunna er skartar hún Íslandsvininum Ben Stiller í aðalhlutverki og leikstjórastól, en hann eyddi töluverðum tíma hérlendis við tökur á henni. Hér að neðan má sjá nokkrar áhugaverðar staðreyndir um myndina auk stiklu úr henni.

Uppruni sögunnar er smásaga frá árinu 1939 sem telur u.þ.b. 2000 orð og birtist í blaðinu The New Yorker.

Bæði Jim Carrey og Sacha Baron Cohen höfðu áður verið orðaðir við hlutverk Walters áður en Ben Stiller endaði með því að leikstýra henni og leika aðalhlutverkið.

Eins og flestir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp á Íslandi og Grænlandi, auk þess sem Gunnar Helgason og Ólafur Darri fara með lítil hlutverk í henni.

Sagan hefur áður verið kvikmynduð, en það var árið 1947 og fór Danny Kaye þá með aðalhlutverk. Sú mynd fær einkunnina 7,2 á kvikmyndavefnum IMDB, en sú nýja 7,7.

Myndin hefur fengið mikið lof fyrir góða tónlist, en meðal listamanna sem leggja til lög sín eru hin íslenska Of Monsters and Men, David Bowie og Arcade Fire.

Vilt þú vinna miða á myndina í boði Monitor? Líkaðu þá við þessa frétt og stöðuuppfærslu Monitor á Facebook!

javascript:mctmp(0);

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir