Kötturinn þinn er fífl

Stórhættulegur þessi

Blogg­ar­inn Renee Jacqu­es sem skrif­ar fyr­ir Huff­ingt­on Post hef­ur tekið sam­an lista sem sýn­ir vís­inda­leg­ar ástæður þess að kett­ir, þrátt fyr­ir að vera sæt­ir og mjúk­ir, eru al­gjör fífl.

Atriði úr list­an­um, sem gæti valdið kattar­fólki óróa, birt­ist hér að neðan. Ýtar­legri út­skýr­ing­ar er hægt að finna hér

1. Kött­ur­inn þinn heyr­ir í þér og þekk­ir rödd þína en ger­ir samt ekki það sem þú biður hann um.

2. Kött­ur­inn þinn hat­ar að kúra.

3. Kött­ur­inn þinn nudd­ar sér upp við þig til þess að sýna að hann á þig, ekki af því að hon­um líki vel við þig.

          Lykt katt­ar­ins nudd­ast á þig og þú verður eign hans.

4. Kett­ir eru ekki einu sinni það gáfaðir.

5. Ást þín á kött­um gæti gert þig að brand­ara, viltu verða kölluð katt­ar­kona?

            Sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var árið 2009 eru 80% katta­eig­anda kven­kyns

6. Ef þú deyrð hik­ar kött­ur­inn þinn ekki við að éta þig.

            Sam­kvæmt rann­sókn frá ár­inu 1992 bíða kett­ir í mesta lagi tvo daga þar til þeir  gæða sér á ný­látn­um eig­anda sín­um

7. Kett­ir drepa.

8. Kött­ur­inn þinn læt­ur þig þrífa upp eft­ir sig eitraðan kúk.

            Í hægðum katta þrífst sníkju­dýrið Toxoplasma gondii sem get­ur í sum­um til­vik­um valdið sjúk­dómn­um toxoplasmos­is. Hjá flest­um ein­kenn­ist þetta af flensu en hjá þeim sem eru með veikt ónæmis­kerfi get­ur txoplasmos­is leitt til dauða.

9. Kett­ir mala til þess að stjórna þér.

10. Kett­ir þrífa sig til þess að losna við manna­lykt­ina sem eig­and­inn treður á þá.

Tekið skal þó fram að Monitor elsk­ar ketti.      

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir