„Ísland er þorp stofnað af nauðgurum“

Roosh V

Útgáfa bókarinnar Bang Iceland vakti mikla athygli árið 2011. Í henni segir höfundurinn, sem kallar sig Roosh V, frá veru sinni hér á landi og upplifunum, sérstaklega þegar það kom að því að sofa hjá kvenfólki. 

Nú gengur manna á milli á netinu grein úr bókinni þar sem Roosh V telur upp 10 hluti sem hver karlmaður ætti að vita áður en hann fer til Íslands.

Óhætt er að segja að listinn, sem birtist hér, sé umdeildur, rétt eins og bókin sjálf. 

1. Veðrið er ömurlegt

2. Íslenskar stelpur henda sér ekki á erlenda ferðamenn

3. Ísland er þorp stofnað af nauðgurum

4. Mjög auðvelt er að sofa hjá íslenskum stúlkum ef þær eru drukknar og einangraðar

5. Það skiptir öllu hvar þú gistir

6. Allir tala ensku

7. Ísland er ekki fyrir fátæka ferðamanninn

8. Ísland er náttúruundur

9. Íslendingar eru mikil drykkjuþjóð

10. Þú þarft að reyna við 40 stelpur til að verða heppinn

Í lokin gefur Roosh V Íslandi 40 stig í stigagjöfinni sem hann hefur hannað.            Samkvæmt henni þarf ágætlega myndarlegur maður að reyna við 40 íslenskar stúlkur áður en hann fær að sofa hjá.

Til samanburðar hefur hann gefið Brasilíu 50 stig og Bandaríkjunum 45 stig. 

Grein Roosh V má sjá í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar