„Af hverju skiptiru þá ekki um stöð?

Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður.
Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður. Sigurgeir Sigurðsson

Umsjónarmenn útvarpsþáttarins Virkra morgna á Ríkisútvarpinu virðast hörundssárir, ef marka má viðbrögð þeirra í opnum símatíma í morgun. Kona ein gagnrýndi þá framgöngu Andra Freys Viðarssonar og Guðrúnar Dísar Emilsdóttur í útsendingunni. „Af hverju skiptiru þá ekki um stöð?“ spurði Andri Freyr þá og fékk það svar að hún ætlaði sér að gera það.

Til umræðu var svokallað hjónablót á Bolungarvík en það er Þorrablót sem eingöngu er ætlað hjónum. Andri Freyr taldi þá upp nokkra einstaklinga sem eiga það bæði sameiginlegt að vera þekktir á Íslandi og einhleypir. „Ætlar þú að reyna segja mér það, Guðrún Dís Emilsdóttir, að Sigríður Thorlacius [söngkona] megi ekki fara á Þorrablótið í Bolungarvík?“ spurði Andri Freyr og svaraði Guðrún Dís því til að Sigríður Thorlacius megi ekki einu sinni syngja á Þorrablótinu.

Í kjölfarið var opnað fyrir símann og fóru samskiptin við fyrsta viðmælandann svona fram:

Andri Freyr: „Góðan daginn.“

Ónafngreind kona: „Í guðanna bænum hættið þessu.“

Guðrún Dís: „Ha!?“

Andri Freyr: „Ert þú að hringja frá Bolungarvík?“

Ónafngreind kona: „Nei.

Guðrún Dís: „Finnst þér þetta í lagi?“

Ónafngreind kona: „Nei, mér finnst ekki í lagi hvernig þið látið.“

Andri Freyr: „Af hverju skiptiru þá ekki um stöð?“

Ónafngreind kona: „Já.“

Konan sleit við það sambandinu.

Guðrún Dís: „Já, hún ætlar að gera það þessi.“

Hér má heyra upptöku af útvarpsþættinum frá því í morgun

Guðrún Dís Emilsdóttir.
Guðrún Dís Emilsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup