Opið hús hjá New York Film Academy

Nemendur New York Film Academy að störfum

Nú ættu þeir sem hafa áhuga á því að læra leiklist og kvikmyndagerð að setja sig í stellingar en næsta þriðjudag verður kvikmynda- og leiklistarskólinn New York Film Academy með opið hús og prufur í Reykjavík.

„Það hefur verið aukinn áhugi frá Íslendingum undanfarið bæði í New York og Los Angeles,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson sem útskrifaðist með meistaragráðu í framleiðslu úr skólanum árið 2012 og vinnur ýmis verkefni á vegum skólans auk þess að vera sjálfstæður framleiðandi í Los Angeles. „Skólinn fagnar því enda ekkert nema frábært fólk að heiman hér í námi,“ bætir Ragnhildur við.

New York Film Academy var stofnaður fyrir 22 árum og hefur hann stækkað töluvert hratt á undanförnum árum. Til dæmis er nú til boða BFA, MA og MFA nám í skólanum í Los Angeles en einnig opnaði skólinn nýtt útibú í South Beach í Miami á Flórída fyrir stuttu.

<span>Nokkrir Íslendingar hafa stundað nám í skólanum og má þá nefna leikkonuna Elísabetu Jóhannesdóttur sem starfar nú í London og Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur sem gerði meðal annars </span><span>stutt-heimildamyndina „Holding Hands For 74 years“ sem kom út í fyrra.<br/></span> <span>Einnig eru nokkrir Íslendingar nú við nám í skólanum og má þar nefna leikkonuna Ásdísi Þulu Þorláksdóttur sem hefur starfað </span><span><span>sem leikkona bæði í Kanada og London og Birgi Þór Birgisson, sem starfaði áður sem dagskrárframleiðandi á markaðsdeild Stöðvar tvö.<br/></span></span> <span>Einnig bætir Ragnhildur því við að sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir ætli sér á leiklistanámskeið við skólann í haust.<br/></span> <span> </span> <span>Opna húsið er eins og áður kom fram á þriðjudaginn frá klukkan 20-21 við </span><span>S</span><span>kólavörðustíg 3A. Það þarf að p</span><span>anta tíma með því að senda póst á <a href="mailto:carlye.bowers@nyfa.edu" target="_blank">carlye.bowers@nyfa.edu</a> en einnig er hægt að sækja um tíma í prufu fyrir þá sem vilja sýna verk sýn (myndir, handrit og fleira), fyrr þann dag.</span> <span>Hér að neðan  má sjá myndband um námið í New York Film Academy</span>

.

Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson framleiðandi á tökustað hjá Universal Studios
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir