Nú ættu þeir sem hafa áhuga á því að læra leiklist og kvikmyndagerð að setja sig í stellingar en næsta þriðjudag verður kvikmynda- og leiklistarskólinn New York Film Academy með opið hús og prufur í Reykjavík.
„Það hefur verið aukinn áhugi frá Íslendingum undanfarið bæði í New York og Los Angeles,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson sem útskrifaðist með meistaragráðu í framleiðslu úr skólanum árið 2012 og vinnur ýmis verkefni á vegum skólans auk þess að vera sjálfstæður framleiðandi í Los Angeles. „Skólinn fagnar því enda ekkert nema frábært fólk að heiman hér í námi,“ bætir Ragnhildur við.
New York Film Academy var stofnaður fyrir 22 árum og hefur hann stækkað töluvert hratt á undanförnum árum. Til dæmis er nú til boða BFA, MA og MFA nám í skólanum í Los Angeles en einnig opnaði skólinn nýtt útibú í South Beach í Miami á Flórída fyrir stuttu.
<span>Nokkrir Íslendingar hafa stundað nám í skólanum og má þá nefna leikkonuna Elísabetu Jóhannesdóttur sem starfar nú í London og Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur sem gerði meðal annars </span><span>stutt-heimildamyndina „Holding Hands For 74 years“ sem kom út í fyrra.<br/></span>
<span>Einnig eru nokkrir Íslendingar nú við nám í skólanum og má þar nefna leikkonuna Ásdísi Þulu Þorláksdóttur sem hefur starfað </span><span><span>sem leikkona bæði í Kanada og London og Birgi Þór Birgisson, sem starfaði áður sem dagskrárframleiðandi á markaðsdeild Stöðvar tvö.<br/></span></span>
<span>Einnig bætir Ragnhildur því við að sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir ætli sér á leiklistanámskeið við skólann í haust.<br/></span>
<span> </span>
<span>Opna húsið er eins og áður kom fram á þriðjudaginn frá klukkan 20-21 við </span><span>S</span><span>kólavörðustíg 3A. Það þarf að p</span><span>anta tíma með því að senda póst á <a href="mailto:carlye.bowers@nyfa.edu" target="_blank">carlye.bowers@nyfa.edu</a> en einnig er hægt að sækja um tíma í prufu fyrir þá sem vilja sýna verk sýn (myndir, handrit og fleira), fyrr þann dag.</span>
<span>Hér að neðan má sjá myndband um námið í New York Film Academy</span>
.
Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson framleiðandi á tökustað hjá Universal Studios