Heimska Starbucks

Heimska Starbucks í Kaliforníu

Í Los Feliz í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur nú verið opnað kaffihúsið Heimska Starbucks (e. „Dumb Starbucks“). Kaffihúsið er að mestu leyti alveg eins og Starbucks kaffihús, með eins merki, bolla og vörur, nema allir drykkirnir þar eru ókeypis.

Á Heimska Starbucks er hægt að fá drykki eins og á Starbucks, nema að þeir eru „heimskir“.  Til dæmis er hægt að fá „heimskan karamelluís Macchiato“ og „heimskt grænt Frappuccino te“ á staðnum.

Stofnendur kaffihússins kalla kaffihúsið „skopstælingar-list“ á heimasíðu sinni en það er eina leiðin til þess að varast ákæru frá Starbucks sem stundar það grimmt að kæra þá sem framleiða vörur sem á einhvern hátt minna á Starbucks. Komst það meðal annars í fréttir í síðasta mánuði þegar kaffi-risinn kærði bareiganda fyrir að framleiða svokallaðan „frappicino“-bjór.

Samkvæmt heimasíðu Heimska Starbucks er það út af lagaástæðum sem kaffihúsið þarf að skilgreina sig sem list og er kaffihúsið þá í augum laganna listagallerí og kaffið sem maður drekkur listaverk.

„Við elskum Starbucks og lítum upp til þeirra en eina leiðin til að nota vitsmunalegar eignir þeirra er með því að gera grín að þeim,“ segja forsvarsmenn Heimska Starbucks.

Kaffihúsið er með tvo starfsmenn sem sóttu báðir um á netinu.

Á staðnum eru jafnframt alls konar matvörur sem viðskiptavinir mega þó ekki taka og geisladiskar með titlum eins og „Dumb Norah Jones“ og „Dumb Jazz Standards“ en Starbucks hefur í fleiri ár selt geisladiska á kaffihúsum sínum.

Heimska Starbucks hefur vissulega slegið í gegn og hefur fólk beðið í röð í fleiri klukkutíma til þess að prófa drykkina þar.

Líklegt er að Starbucks sé að vinna í því að loka Heimska Starbucks og er því vissara að drífa sig í því að prófa sé maður staddur í Kaliforníu.

Bréf á heimasíðu kaffihússins
Röð út á götu eru algeng sjón hjá heimska Starbucks
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir