Drykkjuleikur sem drepur

Undanfarin misseri hefur hugtakið „neknomination“ ratað ítrekað í erlenda fjölmiðla og yfirleitt í neikvæðu ljósi, en neknomination er nýr drykkjuleikur sem hefur fundið sér farveg á samfélagsmiðlum. Neknomination snýst um að skora á vini sína að leysa hverskonar þrautir á meðan drukkið er áfengi. Dæmi eru um að fólk hafi drukkið hættulegar blöndur af áfengi, vélaolíu, þvagi, lifandi gullfiskum og skordýrum til þess eins að mæta áskorun. Einnig eru til dæmi um að fólk hafi stokkið út í ár, rennt sér nakið í snjó og komið fram nakin, allt í nafni neknomination.

Allar þrautirnar eru tekin upp á myndband, merktar með hashtagginu #neknomination og í lok myndbandsins skorar sá sem framkvæmdii þrautina á einhverja tvo vini sína til þess að gera eitthvað enn klikkaðara innan 24 klukkutíma.

Nú eru um 6700 innslög á Instagram merkt með hashtagginu #neknomination.

Neknomination á uppruna sinn að rekja til ‚Ástralíu en hefur nú dreifst um allan heim með samfélagsmiðlum. Monitor hefur heimildir fyrir því að ungir Íslendingar hafi sent frá sér sambærileg myndbönd og áskoranir þó ekki sé ljóst að hve miklu leyti æðið hafi gripið um sig hér á landi.

Nú hafa 5369 manns „lækað“ sérstaka Facebooksíðu þar sem fólk sendir inn myndskeið af ýmsum drykkjuáskorunum. Þar birtast þó reglulega skilaboð frá áhyggjufullum einstaklingum sem biðla til fólks að hætta þessari iðju þar sem hún getur verið stórhættuleg og eru til ótal dæmi um skaðsemi þessa leiks.

Til að mynda er 31 árs gamall maður frá London nú á gjörgæslu af völdum neknomination en hann drakk blöndu af eldhúshreinsi, frostlegi, chilli-dufti og vodka. Þá hafa erlendir fjölmiðlar greint frá fjölda dauðsfalla sem hafa orðið vegna neknomination.

Það vakti mikla athygli og reiði þegar hinn 19 ára Jonny Byrne drukknaði fyrr í mánuðinum við það að reyna að framfylgja  drykkjuáskorun. Jonny þambaði heila bjórdós og stökk síðan útí ána Carlow í Írlandi og lést. Sama kvöld fór bróðir hans Patrick inn á Facebook og hvatti fólk til að hætta að senda áskoranir af þessu tagi. „Hann hélt að hann þyrfti að vinna keppnina og stökk þess vegna ofan í ána... ef fólk hefði einhverja virðingu og sómatilfinningu myndi það hætta í þessum heimskulega leik,“ sagði Patrick m.a.

Um síðustu helgi lést síðan hótelstarfsmaðurinn Isaac Richardsson í London eftir að hafa drukkið blöndu af víni, viskíi, vodka og bjór. Stuttu eftir að hann drakk blönduna missti hann meðvitund og lést. Nú er búið að rekja þennan gjörning Richardssons til Neknomination.

Neknomination hefur einnig valdið reiði dýraverndarsinna en sem dæmi má nefna að hinn 24 ára Aaron Johnson blandaði saman bjór, vodka, mjólk, þrem dauðum músum, engisprettum, köngulóm og netlum og drakk allt saman á minna en tíu sekúndum. Atvikið var tekið upp og sett inn á netið sem Neknomination. Fékk Johnson misjöfn viðbrögð við uppátækinu en sagði á Facebooksíðu sinni að hann hafi notið hverrar mínútu af áskoruninni en samkvæmt Johnson tók það hann klukkutíma að ná músabeinunum úr tönnunum á sér.

Aaron Johnson blandaði saman áfengi, mjólk, skordýrum og þremur dauðum músum
Neknomination-áskoranir geta verið hættulegar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup