Að alast upp í Krossinum

Camilla Rut Arnarsdóttir
Camilla Rut Arnarsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg

Camilla Rut Arnarsdóttir þekkir starfsemi Krossins betur en flestir. Hún sótti samkomur frá blautu barnsbeini en afa hennar og stofnanda trúfélagsins kannast einmitt flestir við sem Gunnar í Krossinum. Monitor ræddi við Camillu yfir kaffibolla um herramanninn guð, öfgakenndar trúariðkanir og ástæður þess að hún sagði skilið við Krossinn.

Varstu alltaf sátt við að taka þátt í starfinu?
Sem barn mætti ég auðvitað á allar samkomur og sat aftast og litaði í litabókina mína eða eitthvað svoleiðis en sem unglingur þá kemur oft upp í manni ákveðin uppreisn. Ég var svona 11 eða 12 ára þegar ég fór að setja á mig svartan eye-liner og vera með hettur (hlær). Þá vildi ég helst fara á móti öllu sem mamma og pabbi sögðu en undir þaki foreldra minna var það bara þannig að það var samkoma á sunnudögum, punktur. Auðvitað reyndi ég oft að komast undan því og nennti ekki. Ég trúði samt alltaf á guð, ég bara nennti ekki að feika eitthvert bros.
Það að vera í Krossinum átti mikinn hlut í mínum þroskaferli. Á ákveðnu tímabili var ég frekar þunglynd og fannst sambandið við pabba minn til dæmis mjög erfitt. En ástæðan fyrir því að það var svo þægilegt að fara í Krossinn eftir þetta uppreisnartímabil var það að ég gat alltaf mætt á samkomur og ef mér leið illa þá bara sat ég og grét og allir sýndu því fullan skilning. Þá hreinsaði maður einhvern veginn út og mætti svo bara ferskur í skólann daginn eftir.

Samkomur hjá Krossinum eru einmitt öllu frjálslegri en  messur í þjóðkirkjunni eða hvað?
Já, maður fær að gefa tilfinningunum lausan tauminn. Ég er mjög tilfinningarík og ástríðufull manneskja og held mikið upp á það að koma fram í þessari gospel-tónlist sem spiluð er á samkomum. Það skiptir ekki máli hvort maður nær tónunum eða ekki svo lengi sem maður er ástríðufullur og það er alltaf jafn gott.

Sumir vilja meina að samkomurnar séu jafnvel eilítið öfgakenndar, kannast þú við það?
Ég veit alveg hvað fólk meinar en þetta eru auðvitað ekki öfgar fyrir mér af því ég er bara vön þessu. Á samkomunum má oft sjá allskonar óvenjulega hegðun eins og þegar fólk fer að hristast rosalega mikið. Ég lít þetta á þetta allt sem voða persónulega upplifun. T.d. þegar ég er að syngja á samkomum þá er ég ekki að syngja fyrir þetta fólk.
Ég upplifi andrúmsloftið, það fer í gegnum mig og finn ég fyrir ákveðnum friði og vellíðan. Hvað hristinginn og svoleiðis varðar þá var mikið meira um svoleiðis hér áður fyrr en þetta er orðið miklu penna í dag. Þegar eitthvað nýtt er kynnt til leiks þá er það frekar öfgakennt, en allt leitar til jafnvægis.
Það er svolítið skrítið að tala um svona hluti við fólk sem þekkir þetta ekki af því að ég veit alveg hvernig þetta hljómar. Aðrir horfa líka kannski á einhverjar kvikmyndir um drauga og alls konar fyrirbæri en ég trúi að þetta sé til. Vá, fólk á eftir að grýta mig fyrir að segja þetta (hlær) en ég hef séð þetta. Ég hef séð konu standa upp úr hjólastól, ég hef séð konu fá heyrn, ég hef séð mann lyftast upp frá gólfinu. Ég er alveg semí-hrædd við svona og þori ekki að fikta með þetta. Ég læt mér nægja andlega uppfyllingu trúarinnar.

Hér birtist aðeins brot úr viðtalinu við Camillu. Lestu meira í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka