Berjast fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda

Call me Kuchu er heimildarmynd sem fylgist með samkynhneigða aðgerðarsinnanum David Kato og félögum hans sem vinna myrkranna á milli að verja réttindi hinsegin fólks í Úganda. 

Samtökin '78 hafa tekið höndum saman með Íslandsdeild Amnesty International og grasrót hinsegin baráttufólks í Úganda og er í pípunum verkefni sem vinnur að því að berjast gegn frumvarpi sem hefur fengið heitið „Anti-Homosexuality Bill (AHB)“.

Úganda hefur fullgilt ýmsa alþjóðlega mannréttindasamninga og gengist undir skuldbindingar í þágu mannréttinda, þ.m.t. hinsegin fólks. „AHB“-frumvarpið hefur í raun verið til umfjöllunar frá árinu 2009 og brýtur gegn þessum alþjóðlegu skuldbindingum þar sem í þeim felast brot á grundvallarmannréttindum hinsegin fólks. Með frumvarpinu er stefnt að því að heimila refsingar fyrir „samkynhneigða hegðun“, en refsingin er m.a. í formi lífstíðarfangelsisvistunar. Einnig er refsivert að styðja við samkynhneigð eða ýta undir hana, t.d. með fræðslu.

20. desember síðastliðinn samþykkti úganska þingið frumvarpið og var það þaðan lagt í hendur forseta landsins, Museveni. Forsetinn samþykkti frumvarpið í dag og er hinsegin fólk í Úganda uggandi vegna þess.

Samkvæmt Samtökunum '78 er tilgangur sýningarinnar á Call me Kuchu að vekja athygli Íslendinga á stöðu hinsegin fólks í Úganda sem og að afla fjár fyrir grasrót hinsegin fólks þar. Með henni gætu þau hratt og örugglega unnið gegn frumvarpinu og opnað augu samlanda sinna fyrir því hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér.

Í lok myndarinnar mun Angel P'ojara, ein besta vinkona baráttukonunnar Köshu Jacqueline Nabagesera, svara spurningum áhorfenda. Í sameiningu buðu Angel og Íslandsdeild Amnesty International Köshu hingað til lands í lok apríl í fyrra. Call Me Kuchu var þá sýnd í samvinnu við Amnesty International og komust færri að en vildu.

„Hugur okkar er með systkinum okkar í Úganda að svo stöddu og nú er kominn tími til að við stöndum saman og sýnum þeim stuðning í verki“ segir Unnsteinn Jóhannsson, verkefnastjóri Samtakana '78. 

Sýningin verður á fimmtudagskvöldið í Bíó Paradís og hefst hún klukkan 18. Forsala á miðum verður á miðvikudaginn í Bíó Paradís frá klukkan 11 til 14 en einnig á sýningardag. Allur ágóði af sýningunni rennur beint til verkefnisins. 

Hér má sjá fleiri upplýsingar um viðburðinn. 

Gay Pride var haldið í Úganda í annað skipti í fyrra
Unnsteinn Jóhannsson, verkefnisstjóri Samtakana '78
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka