Berjast fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda

00:00
00:00

Call me Kuchu er heim­ild­ar­mynd sem fylg­ist með sam­kyn­hneigða aðgerðarsinn­an­um Dav­id Kato og fé­lög­um hans sem vinna myrkr­anna á milli að verja rétt­indi hinseg­in fólks í Úganda. 

Sam­tök­in '78 hafa tekið hönd­um sam­an með Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal og grasrót hinseg­in bar­áttu­fólks í Úganda og er í píp­un­um verk­efni sem vinn­ur að því að berj­ast gegn frum­varpi sem hef­ur fengið heitið „Anti-Homosex­uality Bill (AHB)“.

Úganda hef­ur full­gilt ýmsa alþjóðlega mann­rétt­inda­samn­inga og geng­ist und­ir skuld­bind­ing­ar í þágu mann­rétt­inda, þ.m.t. hinseg­in fólks. „AHB“-frum­varpið hef­ur í raun verið til um­fjöll­un­ar frá ár­inu 2009 og brýt­ur gegn þess­um alþjóðlegu skuld­bind­ing­um þar sem í þeim fel­ast brot á grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um hinseg­in fólks. Með frum­varp­inu er stefnt að því að heim­ila refs­ing­ar fyr­ir „sam­kyn­hneigða hegðun“, en refs­ing­in er m.a. í formi lífstíðarfang­elsis­vist­un­ar. Einnig er refsi­vert að styðja við sam­kyn­hneigð eða ýta und­ir hana, t.d. með fræðslu.

20. des­em­ber síðastliðinn samþykkti úg­anska þingið frum­varpið og var það þaðan lagt í hend­ur for­seta lands­ins, Museveni. For­set­inn samþykkti frum­varpið í dag og er hinseg­in fólk í Úganda ugg­andi vegna þess.

Sam­kvæmt Sam­tök­un­um '78 er til­gang­ur sýn­ing­ar­inn­ar á Call me Kuchu að vekja at­hygli Íslend­inga á stöðu hinseg­in fólks í Úganda sem og að afla fjár fyr­ir grasrót hinseg­in fólks þar. Með henni gætu þau hratt og ör­ugg­lega unnið gegn frum­varp­inu og opnað augu samlanda sinna fyr­ir því hvaða af­leiðing­ar það mun hafa í för með sér.

Í lok mynd­ar­inn­ar mun Ang­el P'ojara, ein besta vin­kona bar­áttu­kon­unn­ar Kös­hu Jacqu­el­ine Naba­gesera, svara spurn­ing­um áhorf­enda. Í sam­ein­ingu buðu Ang­el og Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal Kös­hu hingað til lands í lok apríl í fyrra. Call Me Kuchu var þá sýnd í sam­vinnu við Am­nesty In­ternati­onal og komust færri að en vildu.

„Hug­ur okk­ar er með systkin­um okk­ar í Úganda að svo stöddu og nú er kom­inn tími til að við stönd­um sam­an og sýn­um þeim stuðning í verki“ seg­ir Unn­steinn Jó­hanns­son, verk­efna­stjóri Sam­tak­ana '78. 

Sýn­ing­in verður á fimmtu­dags­kvöldið í Bíó Para­dís og hefst hún klukk­an 18. For­sala á miðum verður á miðviku­dag­inn í Bíó Para­dís frá klukk­an 11 til 14 en einnig á sýn­ing­ar­dag. All­ur ágóði af sýn­ing­unni renn­ur beint til verk­efn­is­ins. 

Hér má sjá fleiri upp­lýs­ing­ar um viðburðinn. 

Gay Pri­de var haldið í Úganda í annað skipti í fyrra
Unn­steinn Jó­hanns­son, verk­efn­is­stjóri Sam­tak­ana '78
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú veist ekki hversu rosalega ákafur þú getur verið án þess að reyna það. Semdu hreyfingarnar við dansverk lífs þíns jafnóðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú veist ekki hversu rosalega ákafur þú getur verið án þess að reyna það. Semdu hreyfingarnar við dansverk lífs þíns jafnóðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son