John Travolta biðst afsökunar

Leikarinn John Travolta

Það voru nokkur hjörtu sem stoppuðu þegar leikarinn kunni John Travolta kynnti söngkonuna Idinu Menzel á svið á Óskarsverðlaununum seinasta sunnudag. Menzel flutti lagið „Let it Go“ úr Disney-myndinni Frozen sem vann seinna um kvöldið Óskarsverðlaun fyrir lagið.

En það var ekki vegna myndarleika Travolta sem hjörtu stoppuðu, heldur vegna þess að hann mismælti sig og kallaði söngkonuna Adele Dazim.

Vakti þetta mikla athygli og hefur nú verið gerður gagnagrunnur þar sem hægt er að setja inn nafnið sitt og út kemur nafnið í útgáfu Travolta og er útkoman oft sprenghlægileg.

En nú hefur Travolta gefið frá sér yfirlýsingu varðandi mismælin: „Ég hafði verið að skamma sjálfan mig í allan dag. En þá hugsaði ég: Hvað myndi Idina Menzel segja? Hún myndi segja 'Let it go, let it go! Idina er ótrúlega hæfileikarík og ég er svo ánægður að Frozen skyldi vinna tvenn Óskarsverðlaun.“

Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir mismælin frægu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup