Vigdís: „Þöggun á mig sem persónu“

Alþingiskonan Vigdís Hauksdóttir
Alþingiskonan Vigdís Hauksdóttir Ljósmynd/Þórður

Líklega hafa fáir Íslendingar fengið að kenna á bræði veraldarvefsins á við Vigdísi Hauks. Fáir hafa líklega farið varhluta af umræðunni sem myndaðist þegar Vigdís hélt því fram að Malta væri ekki sjálfstætt ríki og einnig hafa orð hennar um Kvennablaðið og meint einelti gegn henni verið í umræðunni. Hvert sem litið er virðist fólk hafa skoðun á hennar orðum og gjörðum en Vigdís segist hafa húmor fyrir sjálfri sér og að þrátt fyrir mótlæti kunni hún afar vel við sig í starfi alþingismannsins enda finni hún sjálf fyrir miklum meðbyr. 

Nýlega hvattir þú EGF til að hætta að auglýsa hjá Kvennablaðinu og voru þau ummæli fordæmd af blaðamannafélagin Íslands. Hvernig varð þér við það?

Að blaðamannafélag Íslands komi saman og úrskurði að ég hafi vegið að tjáningarfrelsi er alveg dæmalaust því það er í leiðinni að hylma yfir ógeðið sem er þarna í netheimum. Þegar þessi pistill er skoðaður og það að þessi kona skuli akkúrat vera pistlahöfundur á Kvennablaði, það er með ólíkindum. Jafnréttisumræðan á Íslandi gengur út á að konur eigi að standa saman og mynda net til þess að konur eigi auðveldara með að koma sér á framfæri en þarna vegur hún að minni æru. Með úrskurði stjórnar Blaðamannafélagsins þá er það að segja að það megi vega að æru stjórnmálamanna undir yfirskini tjáningarfrelsis og þeir sem ráðast verst á mig nota rök ofbeldismanna í þá veru að ég eigi eitthvað skilið af því að ég segi eitthvað eða af því að ég er stjórnmálamaður. Standi ég upp fyrir sjálfri mér og gagnrýni þetta þá er sagt að ég megi ekki gagnrýna af því að ég er formaður fjárlaganefndar og þingmaður. Það má semsagt ráðast á mig út af minni stöðu en ég má ekki verja mig. Þetta er þöggun á mig sem persónu og þeir aðilar sem standa á bakvið þetta eru að reyna að þagga niður ímér og mínum skoðunum. En þeim verður ekki að ósk sinni, ég ver mig hvenær sem mér þykir að mér vegið eins og var gert í þessari grein í Kvennablaðinu.

Óháð því hvað stóð í greininni þá snýr gagnrýni Blaðamannafélagsins ekki að því að þú verjir þig heldur að þú veljir að hvetja fyrirtæki til þess að auglýsa ekki í blaðinu.
Ég held að þessi umræða þurfi að vera sífelld í gangi í samfélaginu og við verðum að spyrja okkur að því hvort fyrirtæki séu að auglýsa á röngum forsendum þegar ekki er vitað nákvæmlega hver ritstjórnarstefna blaðsins er. Þetta er nákvæmlega eins og það sem við erum að fást við hér í fjárlaganefnd. Við fáum óteljandi styrkbeiðnir og það er á mína ábyrgð að skattfénu sé ráðstafað rétt. Við þurfum að vega og meta hvort félög séu í raun að gera eitthvað annað en þau segja í umsókn sinni þegar verið er að sækja styrki til ákveðna málaflokka. Við þurfum að meta hvort þetta sé styrkur á réttum forsendum því við höfum séð mjög slæm dæmi um það á síðustu árum að fé ríki síns hefur verið varið í verkefni sem reyndust svo ekki standa undir merki og það er grafalvarlegt og á ábyrgð fjárveitingarvaldsins. Þetta er sami hluturinn að mínu mati og ég vona að þetta opni umræðu um hvort auglýsendur séu í raun á þeim vettvangi sem þeir vilja vera. Annars segir mér svo hugur að þessir dropar hafi bara aukist í sölu ef eitthvað er því það sem ég læt út úr mér er samstundis á allra vörum.

Hér birtist aðeins brot úr viðtalinu við Vigdísi. Lestu meira í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir