Óhætt er að halda því fram að augu heimsins hvíli nú á Vladimír Pútín forsætisráðherra Rússlands vegna ástandsins á Krímskaga en Pútín er einn umdeildasti stjórnmálamaður samtímans. Huffington Post tók saman 10 staðreyndir sem þú vissir líklegast ekki um Pútín og er óhætt að segja að þar komi ýmislegt á óvart.
- Vladimír Pútín ólst uppí félagsíbúð í St. Pétursborg (þá Leningrad) sem í bjuggu þrjár fjölskyldur. Hann hefur meðal annars minnst þess að hafa veitt rottur á stigaganginum.
- Afi Pútíns var kokkur í sumarbústað Leníns og eldaði seinna meir margsinnis fyrir Stalín.
- Pútín fékk svarta beltið í júdó átján ára gamall og hefur iðkað íþróttina reglulega síðan en hann lýsir henni sem ákveðinni lífsspeki.
- Pútín elskar að lesa skáldsögur um spæjara og sagði eitt sinn: „Það sem heillar mig mest af öllu er hvernig einn maður getur áorkað því sem heilu herirnir geta ekki.“
- Hann gekk í KGB (sovésku leyniþjónustuna) eftir útskrift úr háskóla og eyddi bróðurparti níunda áratugarins í að sannfæra fólk um að njósna um Vesturveldin.
- Pútín er mikill dýravinur og elskar hundana sína mikið. Svo mikið að hann tekur þá með sér á pólitíska hitafundi en sumir segja að það sé gert til að hræða aðra leiðtoga.
- Hann talar þýsku reiprennandi en er þó ekki jafn brattur í enskunni.
- Pútín og eiginkona hans tilkynntu skilnað sinn árið 2013 í hléi á ballettsýningu.
- Pútín á tvær dætur sem hann felur rækilega fyrir umheiminum. Þær gengu í háskóla undir dulnefni og ekki er vitað um atvinnu þeirra eða dvalarstaði.
- Hann er tilheyrir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni en trúarhiti hans hefur vakið miklar deilur, til að mynda eftir að hann líkti giftingum samkynhneigðra við djöfladýrkun.