Kynlífsbann á Krímskaga

Þessar ætla ekki að láta Rússa fá það.
Þessar ætla ekki að láta Rússa fá það.

Her­ferðin „Ekki láta Rússa fá það“ ryður sér nú til rúms á sam­fé­lags­miðlum en óljóst er hvort hún er byggð á hug­sjón eða húm­or. Plakat sem sýn­ir tvær hend­ur mynda form sem ætlað er að minna á sköp kvenna geng­ur manna á milli á ver­ald­ar­vefn­um og hef­ur því einnig verið splæst á gaml­ar mynd­ir af kven­kyns leiðtog­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Rússlandi.

Slag­orðið kem­ur úr 20. ald­ar kveðskap eft­ir úkraínska ljóðskáldið Taras Shevchen­ko sem hvatti ung­ar kon­ur til þess að verða ást­fangn­ar en ekki af Rúss­um. Her­ferðin er sögð vera hluti af stærra átaki sem hvet­ur fólk til að sniðganga rúss­nesk­ar vör­ur í mót­mæla­skyni við veru rúss­neska hers­ins á Krímskaga. Her­ferðin sem slík kall­ar reynd­ar ekki eft­ir því að vör­ur séu sniðgengn­ar held­ur öllu held­ur rúss­nesk kyn­færi og að því er virðist sér­stak­lega kyn­færi karl­manna, ef ein­hver skyldi vera í vafa um mein­ingu slag­orðsins.

Það er alls ekki óþekkt að kyn­líf sé sniðgengið af stór­um hóp­um í mót­mæla­skyni en fyrsta hug­mynd­in um kyn­lífs­bann kem­ur fram í forn-gríska gam­an­leikn­um Lýs­iströtu. Lýs­istrata hef­ur síðan blásið kon­um í Kól­umb­íu og Líb­eríu bylt­ing­ar­anda í brjóst auk þess sem úkraínsku kven­rétt­inda­sam­tök­in FEMEN kölluðu eft­ir viðlíka viðbrögðum meðal þjóðar­inn­ar við nýj­um lög­um sem þóttu vega að kven­frelsi.

Plaggatið góða
Plaggatið góða
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir