10 leyndarmál farþegaflugsins

Munt þú líta þessa öðrum augum í framtíðinni?
Munt þú líta þessa öðrum augum í framtíðinni? Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Nýlega var eftirfarandi spurningu varpað fram á Reddit:

„Flugfreyjur, flugmenn eða flugvirkjar, hvaða leyndarmálum vita farþegar ekki af þegar þeir fljúga?“

Svörin voru ótal mörg en sum voru áhugaverðari en önnur. 

  1.  „Hægt er að opna klósettdyrnar utan frá. Það er yfirleitt einskonar lás fyrir aftan reykingabannskiltið á hurðinni. Lyftu því bara upp og renndu lokunni frá til að aflæsa hurðinni.“
  2. „Flugmenn fá hvor sína máltíðina og mega ekki deila hvor með öðrum, það er gert vegna hættu á matareitrun.“
  3. „Sætisarmar - við gang- og gluggasæti: Renndu höndunum eftir botninum á sætisarminum. Rétt við samskeytin finnurðu hnapp. Ýttu á hann og þá lyftist armurinn upp. Bætir fullt fullt af plássi við gluggasætið og gerir mun auðveldara að komast fram á ganginn.“
  4. „Ef súrefnisgrímurnar detta niður hefur maður aðeins um 15 mínutur af súrefni úr að spila eftir að maður dregur þær að sér. Hinsvegar er það nægur tími fyrir flugmanninn til að lækka flugið þar sem hægt er að anda eðlilega.“
  5. „Þegar þú upplifir harða lendingu í slæmu veðri er það ekki vegna skorts á hæfileikum hjá flugmanninum því lending var í raun viljandi hörð. Ef flugbrautin er þakin vatni þarf að þrýsta flugvélinni fast í gegnum vatnið til að koma í veg fyrir að hún renni til.“
  6. „Raftæki munu í raun ekki valda flugslysi en þau geta verið gríðarlega pirrandi fyrir flugmennina. Ímyndaðu þér að sitja í flugstjórnarklefanum, að lækka flugið að áfangastað og heyra truflanir frá fleiri en 100 farsímum sem eru að komast í samband við umheiminn aftur.“
  7. „Ég vann sem flugfreyja fyrir Southwest. Púðarnir og teppin? Þau eru bara brotin saman og sett aftur í farangursgeymslurnar milli fluga. Einu hreinu teppin sem ég sá voru í fyrsta flugi að morgni til frá „birgðaborg“. Ef þú hefur einhvern tíma dreift jarðhnetunum þínum yfir bakkann þinn og borðað þær eða bara snert bakkann yfir höfuð, þá hefur þú líklega innbyrgt ungbarnakúk. Ég sá fleiri óhreinar bleyjur á þessum bökkum en mat og ég sá bakkana ekki þrifna einu sinni.
  8. „Ef flugvélinni hefur verið rænt skilur flugmaðurinn vængbörðin sem hægja á vélinni eftir uppi eftir lendingu. Þetta er gert til að gefa flugvellinum til kynna að eitthvað sé að gerast innan borðs.“ 
  9. „Flugstjórinn hefur nánast takmarkalaust vald eftir að dyrunum hefur verið lokað. Hann má handtaka fólk, skrifa sektir og jafnvel rita erfðaskrá deyjandi farþega.“
  10. „Flugmaður sagði mér að ef báðar vélarnar bila getur flugvél svifið 6 sjómílur fyrir hver 5000 fet. Í 35 þúsund feta hæð getur flugvél því svifið um 42 mílur án vélarafls. Þess vegna gerast flest slys við lendingu eða brottför.“
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka