Það er oft í umræðunni í dag að fólk líti vart upp frá snjallsímum sínum en sumir kunna sig bara alls ekki. Það var í brúðkaupi í Bandaríkjunum þar sem brúðurin gerði sér lítið fyrir og tók upp símann í miðri athöfninni og sendi sms-skilaboð. Eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði var brúðgumanum ekki skemmt og augnaráð hans segir allt sem segja þarf.