Nokkrir eru lífshættulega slasaðir eftir að bandarískur menntaskólanemi stakk 20 manns, aðallega unglinga, í blóðugri árás sem stóð í um hálftíma í skóla í Pittsburg í Pennsylvaníu í morgun.
Alvarleiki málsins hélt Nate Scimio hinsvegar ekki frá því að taka eina góða sjálfsmynd (e. selfie) af sér eftir árásina, íklæddum spítalaslopp með sárabindi um það sem líklega er sár eftir hnífsstungu. Sjálfsmyndina setti hann að sjálfsögðu inn á Instagramm þar sem hún var fljót að vekja athygli helstu fréttamiðla heimsins.
Margur myndi halda að í kjölfar myndbirtingarinnar hefði Scimio fengið yfir sig hrinu af skömmum fyrir virðingarleysið en svo er ekki. Svo virðist sem Scimio hafi komið brunavarnarkerfi skólans af stað og þannig gert öðrum nemendum og kennurum viðvart um að ekki væri allt með felldu. Þar að auki hefur annar nemandi þegar lýst því í fjölmiðlum hvernig Scimio bjargaði stúlku sem árásarmaðurinn hugðist stinga.Er honum því hampað sem hetju á hinum ýmsu samfélagsmiðlum þessa stundina.
Stakk alla sem urðu á vegi hans
Í lífshættu eftir blóðuga árás