Vildu reka Bieber úr landi

Bieberinn brosir sitt breiðasta þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Bieberinn brosir sitt breiðasta þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Í janúar var Justin Bieber handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og ólöglegan kappakstur.

Nú hafa hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem Hvíta húsið er hvatt til að ógilda græna kortið hans og senda hann aftur til Kanada.

Over 250,000 Americans asked the White House to revoke his green card, sending him back to Canada.

Þegar undirskriftalistar ná stuðningi yfir 100 þúsund einstaklinga þarf Hvíta húsið að senda frá sér opinbera yfirlýsingu um efni þeirra. Að sjálfsögðu var brugðist við fyrrnefndum undirskriftalista en ekki með þeim hætti sem margir höfðu vonast eftir.

Í yfirlýsingu Hvíta húsins segir „Leitt að valda vonbrigðum en við ætlum ekki að tjá okkur um þetta mál.“ Tekið er fram að Hvíta húsið þarf ekki að taka afstöðu í ákveðnum tilfellum en aftur á móti sé það gleðiefni að almenningur láti málefni innflytjenda sig varða þar sem kerfið er gallað eins og það er í dag. Of margir atvinnurekendur leiki sér að kerfinu með því að ráða starfsfólk án tilskilinna leyfa og að um 11 milljónir manna lifi nú í skuggunum.

Það verður seint sagt um Bieber að hann hafi lifað í skugganum hingað til en það ætti í það minnsta að gleðja hann að Obama hyggst ekki sparka honum aftur til Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar