Læragapið vekur ugg

Síðustu miss­eri hef­ur borið mikið  á vin­sæld­um þess að vera með svo­kallað læragap. Þegar fólk stend­ur upp­rétt með fæt­ur sam­an en lær­in snert­ast ekki heit­ir það læragap og eru heilu mynda­söfn­in til­einkuð þessu fyr­ir­brigði sem hef­ur vakið nokk­urn ugg meðal þeirra sem berj­ast gegn lík­ams­dýrk­un og átrösk­un­ar­sjúk­dóm­um.

Eins og flest­ir ættu að gera sér grein fyr­ir er læragapið lík­lega ekki eitt­hvað sem nokk­ur mann­eskja ætti að vinna sér­stak­lega að. Lík­ams­bygg­ing sumra ein­stak­linga ger­ir það að verk­um að viðkom­andi eru með slíkt gap og lifa heil­brigðum lífstíl. Mjög marg­ir eru hins­veg­ar byggðir á þann hátt að til þess að verða sér úti um slíkt gap þyrftu þeir að grípa til rót­tækra og óheil­briðgra aðgerða. 

Vilja vera of grann­ar

Marg­ir þeirra In­sta­gram not­enda sem merkja mynd­irn­ar sín­ar með #thighgaps merkja þær einnig með orðum sem gefa til kynna mikla óánægju með eig­in lík­ama. Merkið #thighgaps helst oft í hend­ur við merkið #thinspirati­on sem helst síðan aft­ur gjarn­an í hend­ur við merki sem gefa til kynna að viðkom­andi taki þátt í menn­ing­ar­heim­in­um „pro-ana“. „Pro-ana“ er nafn­gift yfir þá sem eru meðvitaðir um að þeir séu haldn­ir lotug­ræðgi (bú­lemíu) eða lyst­ar­stoli (anor­ex­íu) en líta ekki á það sem sjúk­dóm held­ur lífstíl. Hér er einna helst um að ræða ung­ar stúlk­ur þó eldri kon­ur og karl­menn á öll­um aldri séu að sjálf­sögðu einnig í þeim hópi.

 Lík­ams­virðing­ar­sam­tök og heil­brigðis­starfs­fólk um all­an heim hafa varað við dýrk­un á læragap­inu. Marg­ar stúlk­ur og kon­ur líta upp til tágrannra fyr­ir­sæta sem skarta læragap­inu svo­kallaða en eins og flest­ir vita þurfa marg­ar, ef ekki flest­ar þeirra, að lifa gríðarlega óheil­brigðum lífstíl til að viðhalda út­liti sínu og nota þær jafn­vel eit­ur­lyf til að minnka mat­ar­lyst sína. 

Aukafita eða heil­brigð læri?

Ekki eru all­ir á því að auk­in lík­ams­dýrk­un sé hættu­leg þróun því nú hef­ur lýta­lækn­ir í Kal­eforn­íu þróað aðgerð sem hann kall­ar CoolSculp­t­ing en sú er sögð frysta óvel­komna og gefa fólki læragapið sem því var aldrei ætlað að hafa. Banda­ríska lyfja­eft­ir­litið hef­ur lagt bless­un sína yfir aðgerðina og sam­kvæmt lýta­lækn­in­um sjá 86 pró­sent þeirra sem hafa prófað tækn­ina mun á fitu á lær­um.

„Ég hitti ört vax­andi hóp sjúk­linga sem, þrátt fyr­ir að lifa heil­brigðum lífstíl, geta ekki losað sig við fitu af ákveðnum stöðum lík­am­ans í gegn­um mat­ar­ræði og hreyf­ingu,“ seg­ir Grant Stevens, lækn­ir við Mar­ina lýtaaðgerða stöðina í Kali­forn­íu.

Það skal ekki undra þar sem hreyf­ing leiðir gjarna til þess að fólk bygg­ir upp vöðva og lær­in eru þar ekki und­andskil­in. Hóp­ur íþrótta­fólks í Nevada er til að mynda orðið svo þreytt á því að fá gat í klofið á svo­kölluðum „skinny je­ans“ að það hef­ur tekið mál­in í eig­in hend­ur og hannað galla­bux­ur ætlaðar fólki með íþrótta­manns­lega lík­ama og þar með ekki læragap. Lín­an heit­ir Barbar­ell Denim og munu bux­urn­ar einnig henta fólki sem ekki er í sínu besta formi og vill bux­ur sem ekki þrengja um of að lær­um, klofi og rassi. 

Gagn­rýna læragapið

 Læragaps æðið hef­ur hlotið harða gagn­rýni frá sam­tök­um og ein­stak­ling­um víða um heim. Á In­sta­gram má jafn­vel finna not­anda sem heit­ir ein­fald­lega gir­lswit­hout­gaps en sá hleður inn mynd­um af kon­um sem ekki eru með læragap. 

 Þá hef­ur fyr­ir­sæt­an Robyn Lawley skrifað pist­il fyr­ir The Daily Be­ast þar sem hún gagn­rýn­ir harðlega læragaps tísk­una. Hún seg­ir læragapið vera ekk­ert annað en tæki sem annað fólk not­ar til að reyna að halda henni frá því að elska lík­ama sinn. „Það síðasta sem ég myndi vilja væri að dótt­ir mín myndi svelta sig af því að hún héldi að læragap væri nauðsyn­legt til þess að hún væri tal­in aðlaðandi,“ seg­ir Lawley sem seg­ist þvert á móti óska sér stærri og sterk­ari læra því hún vilji geta hlaupið hraðar og synt leng­ur. 

Andstaðan gegn læragaps tísk­unni fer vax­andi og í því sam­hengi má nefna að aðdá­end­ur Beyoncé urðu gríðarlega hneykslaðir þegar hún birti mynd af sér þar sem lær­in á henni litu út fyr­ir að vera minnkuð í photos­hop. 

M
ynd­bandið hér að neðan ger­ir grín að æðinu og sýn­ir hversu fá­rán­legt það er í raun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir