Læragapið vekur ugg

Síðustu misseri hefur borið mikið  á vinsældum þess að vera með svokallað læragap. Þegar fólk stendur upprétt með fætur saman en lærin snertast ekki heitir það læragap og eru heilu myndasöfnin tileinkuð þessu fyrirbrigði sem hefur vakið nokkurn ugg meðal þeirra sem berjast gegn líkamsdýrkun og átröskunarsjúkdómum.

Eins og flestir ættu að gera sér grein fyrir er læragapið líklega ekki eitthvað sem nokkur manneskja ætti að vinna sérstaklega að. Líkamsbygging sumra einstaklinga gerir það að verkum að viðkomandi eru með slíkt gap og lifa heilbrigðum lífstíl. Mjög margir eru hinsvegar byggðir á þann hátt að til þess að verða sér úti um slíkt gap þyrftu þeir að grípa til róttækra og óheilbriðgra aðgerða. 

Vilja vera of grannar

Margir þeirra Instagram notenda sem merkja myndirnar sínar með #thighgaps merkja þær einnig með orðum sem gefa til kynna mikla óánægju með eigin líkama. Merkið #thighgaps helst oft í hendur við merkið #thinspiration sem helst síðan aftur gjarnan í hendur við merki sem gefa til kynna að viðkomandi taki þátt í menningarheiminum „pro-ana“. „Pro-ana“ er nafngift yfir þá sem eru meðvitaðir um að þeir séu haldnir lotugræðgi (búlemíu) eða lystarstoli (anorexíu) en líta ekki á það sem sjúkdóm heldur lífstíl. Hér er einna helst um að ræða ungar stúlkur þó eldri konur og karlmenn á öllum aldri séu að sjálfsögðu einnig í þeim hópi.

 Líkamsvirðingarsamtök og heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hafa varað við dýrkun á læragapinu. Margar stúlkur og konur líta upp til tágrannra fyrirsæta sem skarta læragapinu svokallaða en eins og flestir vita þurfa margar, ef ekki flestar þeirra, að lifa gríðarlega óheilbrigðum lífstíl til að viðhalda útliti sínu og nota þær jafnvel eiturlyf til að minnka matarlyst sína. 

Aukafita eða heilbrigð læri?

Ekki eru allir á því að aukin líkamsdýrkun sé hættuleg þróun því nú hefur lýtalæknir í Kaleforníu þróað aðgerð sem hann kallar CoolSculpting en sú er sögð frysta óvelkomna og gefa fólki læragapið sem því var aldrei ætlað að hafa. Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir aðgerðina og samkvæmt lýtalækninum sjá 86 prósent þeirra sem hafa prófað tæknina mun á fitu á lærum.

„Ég hitti ört vaxandi hóp sjúklinga sem, þrátt fyrir að lifa heilbrigðum lífstíl, geta ekki losað sig við fitu af ákveðnum stöðum líkamans í gegnum matarræði og hreyfingu,“ segir Grant Stevens, læknir við Marina lýtaaðgerða stöðina í Kaliforníu.

Það skal ekki undra þar sem hreyfing leiðir gjarna til þess að fólk byggir upp vöðva og lærin eru þar ekki undandskilin. Hópur íþróttafólks í Nevada er til að mynda orðið svo þreytt á því að fá gat í klofið á svokölluðum „skinny jeans“ að það hefur tekið málin í eigin hendur og hannað gallabuxur ætlaðar fólki með íþróttamannslega líkama og þar með ekki læragap. Línan heitir Barbarell Denim og munu buxurnar einnig henta fólki sem ekki er í sínu besta formi og vill buxur sem ekki þrengja um of að lærum, klofi og rassi. 

Gagnrýna læragapið

 Læragaps æðið hefur hlotið harða gagnrýni frá samtökum og einstaklingum víða um heim. Á Instagram má jafnvel finna notanda sem heitir einfaldlega girlswithoutgaps en sá hleður inn myndum af konum sem ekki eru með læragap. 

 Þá hefur fyrirsætan Robyn Lawley skrifað pistil fyrir The Daily Beast þar sem hún gagnrýnir harðlega læragaps tískuna. Hún segir læragapið vera ekkert annað en tæki sem annað fólk notar til að reyna að halda henni frá því að elska líkama sinn. „Það síðasta sem ég myndi vilja væri að dóttir mín myndi svelta sig af því að hún héldi að læragap væri nauðsynlegt til þess að hún væri talin aðlaðandi,“ segir Lawley sem segist þvert á móti óska sér stærri og sterkari læra því hún vilji geta hlaupið hraðar og synt lengur. 

Andstaðan gegn læragaps tískunni fer vaxandi og í því samhengi má nefna að aðdáendur Beyoncé urðu gríðarlega hneykslaðir þegar hún birti mynd af sér þar sem lærin á henni litu út fyrir að vera minnkuð í photoshop. 

M
yndbandið hér að neðan gerir grín að æðinu og sýnir hversu fáránlegt það er í raun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar