Frans de Waal er prímatafræðingur og sérhæfir sig í rannsóknum á félagslegri hegðun prímata. Nýverið kom de Waal fram á viðburðinum TedxPeachtree og greindi frá rannsóknarniðurstöðum sem sýna fram á að apar hafa réttlætiskennd en lengst af var réttlætiskennd talin mannlegur eiginleiki sem skildi okkur frá dýrum.
Aparnir í myndbandinu hér að neðan fá ójöfn laun fyrir sama starf og það er vel þess virði að fylgjast með viðbrögðum þeirra.