Margir kannast eflaust við það að þemu séu mikilvægur hluti af matar- og afþreyingarmenningu Japana. Í því samhengi má nefna kattakaffihúsin og Pokémon-veitingastaði en einnig er til keðja Múmínálfakaffihúsa.
Margir Japanir eiga erfitt með að tengjast öðrum tilfinningaböndum og til að mynda virðast hefðbundin ástarsambönd á undanhaldi í landinu. Það er því ekki óalgengt að sjá ungt fólk í Japan fara eitt á kaffihús eða út að borða. Það sem gerir Moomin Café svo sérstakt er ekki þemað sem slíkt heldur félagsskapurinn sem fólki býðst á staðnum.
Þegar viðskiptavinurinn hefur fengið sér sæti segist þjónninn hafa verið beðinn að spyrja hvort hann hafi áhuga á félagsskap. Jánki viðskiptavinurinn er Snorkstelpan, Múmínpabbi eða jafnvel Snabbi leiddur til sætis.
Eflaust þætti mörgum furðulegt að sitja til borðs með risavöxnum múmínbangsa en þjónustan hefur verið við lýði hjá keðjunni frá árinu 2003 og nýtur mikilla vinsælda.