Hafa alltaf verið ofarlega

Sterk hefð er fyrir Skólahreysti í Varmahlíðarskóla. Lið frá skólanum hefur frá upphafi Skólahreysti verið ofarlega og tvívegis komist í úrslit. Varmahlíðarskóli tekur því þátt í þriðja skipti í úrslitum næstkomandi föstudag og ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag. Að þessu sinni kynnumst við liði Varmahlíðarskóla.

Skólinn er með annan besta árangur skólanna í úrslitum í hreystigreip en það er hún Rósa Björk Borgþórsdóttir sem keppir fyrir Varmahlíðarskóla í þeirri greip og einnig armbeygjum. Auk Rósu Björk eru í liðinu Sigfinnur Andri Marínósson, Vésteinn Karl Vésteinsson og Fríða Ísabel Friðriksdóttir.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Sigfinnur Andri spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Vésteinn Karl keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Rósa Björk keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Fríða Ísabel tekur þátt í hraðaþrautinni.

Það sem er merkilegt við lið Varmahlíðaskóla er að allir liðsmenn æfa frjálsar íþróttir. Verður það væntanlega til þess að hjálpa þeim í hinni hörðu keppni sem fram fer á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir