Monitor fór á stúfana á veraldarvefnum og fann til nokkur húðflúr sem öll minna okkur á föðurlandið. Skemmtilegt nokk eru mörg þeirra greypt í húð erlendra ferðamanna sem sótt hafa landið heim en það breytir því ekki að þau eru óhemju íslensk.
Íslenskasti frasi sem um getur.
Ægishjálmurinn virðist sérlega vinsælt íslenskt húðflúr en hann er galdrastafur til verndar gegn illum vættum.
Þessi lundi varð til á Icelandic Tattoo Expo.
Það þyrfti svo sannarlega kraftaverk til að laga þágufallssýkina í þessu flúri.
Frægt er orðið þegar Jón Gnarr fékk sér skjaldarmerki Reykjavíkur.
Þessi herramaður er hinsvegar með íslenska skjaldarmerkið.
Ætli rauði bletturinn sé bóla eða er þessi bara svona hrifinn af Sauðárkróki?
Emmsjé Gauti fékk sér húðflúr innblásið af íslensku peningaseðlunum í maí.