10 venjur hamingjusamra para

Slefið slitnaði ekki á milli þessa ástfangna pars í Nauthólsvíkinni.
Slefið slitnaði ekki á milli þessa ástfangna pars í Nauthólsvíkinni. Rax / Ragnar Axelsson

Listinn hér að neðan var settur saman af sálfræðingnum Mark Goulston. Listinn hefur farið víða og hjálpað pörum að muna hvernig best er að byggja upp heilbrigt samband.

1. Farið í rúmið á sama tíma. Í upphafi sambandsins fóruð þið líklega alltaf saman í rúmið og stunduðuð kynlíf. Hamingjusöm pör hafa það að vana sínum að standast freistinguna að fara í rúmið á sitthvorum tímanum jafnvel þó svo að annar einstaklingurinn vakni svo aftur seinna til að gera hluti á meðan að hinn aðilinn sefur.

2. Finnið ykkur sameiginleg áhugamál. Þegar ástríðan verður minni en í upphafi er algengt að uppgötva að maður eigi fá áhugamál sameiginleg. Ekki draga úr mikilvægi þeirra hluta sem þið njótið þess að gera saman. Ef sameiginleg áhugamál eru ekki til staðar í upphafi munu hamingjusöm pör þróa þau með sér en á sama tíma er mikilvægt að eiga einnig áhugamál fyrir sig.

3. Leiðist eða gangið hlið við hlið. Í stað þess að annar aðilinn sé skrefi á eftir eru hamingjusöm pör bókstaflega samstíga.

 4. Setjið traust og fyrirgefningu á sjálfgefna stillingu. Ef upp kemur ósætti eða rifrildi sem ekki er hægt að leysa úr velja hamingjusöm pör að treysta og fyrirgefa.

5. Einblínið á það sem betri helmingurinn gerir rétt frekar en það sem hann klúðrar. Það má alltaf finna eitthvað slæmt ef leitað er nógu vel. En ef leitað er eftir því sem er fallegt og jákvætt má alltaf finna eitthvað líka. Það fer allt eftir því hvað þú vilt sjá.

 6. Faðmið hvort annað þegar þið hittist. Húðin okkar man og kann að meta jákvæða snertingu og snerting getur lyft sálinni og skapinu upp á hærra plan.

7. Segið „Ég elska þig“ og „Eigðu góðan dag“ á hverjum morgni. Þetta er frábær leið til að finna þolinmæði og jákvæðni fyrir deginum framundan.

8. Segið „Góða nótt“ á hverju kvöldi, sama hvernig ykkur líður. Það segir maka þínum að þó svo að þú sért kannski í vondu skapi eða í fýlu út í viðkomandi, viljir þú enn þá vera í þessu sambandi.

9. Athugaðu „veðrið“ yfir daginn. Heyrðu í maka þínum og athugaðu hvernig dagurinn gengur hjá viðkomandi. Þannig eruð þið meira samstillt(ir/ar) þegar þið hittist að vinnu- eða skóladeginum loknum. Ef dagurinn gekk illa hjá öðrum aðilanum gæti verið óviðeigandi að gera þá kröfu að viðkomandi verði spenntur yfir einhverju sem gekk vel hjá hinum aðilanum.

10. Vertu stolt(ur) af því að sjást með maka þínum. Hamingjusöm pör eru hamingjusöm á meðal fólks og eru ekki hrædd við að vera ástúðleg, leiðast, setja hendur á hné, yfir axlir eða á mjóbakið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir