10 íslenskar kvenhetjur undir 25

Annie Mist Þórisdóttir
Annie Mist Þórisdóttir Jakob Fannar Sigurðsson

99 ár eru liðin síðan einn stærsti sig­ur jafn­rétt­is­bar­átt­unn­ar, kosn­inga­rétt­ur kvenna, varð að raun­veru­leika hér á landi. Á þeim tíma voru það þó aðeins kon­ur yfir fer­tugu sem hlutu kosn­inga­rétt og kjörgengi. Kosn­inga­rétt­ur og kjörgengi kvenna til jafns við karl­menn feng­ust að fullu árið 1920, en þá fengu all­ar kon­ur 25 ára og eldri þau rétt­indi.

Flest­ir eru sam­mála um að jafn­rétt­is­bar­átt­unni sé hvergi nærri lokið, hvorki hér á landi né ann­ars staðar. Með nýrri kyn­slóð kem­ur auk­inn drif­kraft­ur og nýj­ar fyr­ir­mynd­ir og í til­efni kvennadags­ins tók Monitor því sam­an tíu ís­lensk­ar kven­hetj­ur, 25 ára og yngri. Kon­urn­ar koma úr mis­mun­andi öng­um sam­fé­lags­ins og við nefn­um til leiks bar­áttu­kon­ur fyr­ir jafn­rétti, kon­ur sem hafa skarað fram úr og brotið niður múra. List­inn er ekki sett­ur fram í neinni sér­stakri röð og við hann mætti bæta ótal frá­bær­um fyr­ir­mynd­um.

1. María Rut Krist­ins­dótt­ir

María Rut gegndi for­mensku í Stúd­entaráði Há­skóla Íslands árið 2013 til 2014 og barðist öt­ul­lega fyr­ir rétt­ind­um stúd­enta ásamt sam­starfs­fólki sínu svo eft­ir var tekið. Sama ár var hún talskona Druslu­göng­unn­ar sem berst gegn skækju­skömm (e. sluts­ham­ing) og því að ábyrgð sé lögð á herðar fórn­ar­lömb­um kyn­ferðis­brota. Auk þess ræddi hún op­in­skátt um eig­in upp­lif­un sem fórn­ar­lamb kyn­ferðisof­beld­is.

2. Sig­ríður María Eg­ils­dótt­ir

Sig­ríður María hef­ur haft sig­ur úr být­um í bæði inn­lend­um og alþjóðleg­um ræðukeppn­um. Hún var val­in ræðumaður Íslands á MORFÍs 2013 og sama ár hélt hún ræðu á viðburði BBC „100 Women“ þar sem hún fjallaði um mennt­un stúlkna. Einnig kom hún fram á TedX Reykja­vík og hélt fyr­ir­lest­ur um jafn­rétt­is­mál.

3. Annie Mist Þóris­dótt­ir

Annie Mist er eina kon­an til þess að hafa orðið heims­meist­ari í Cross­Fit tvisvar sinn­um. Annie fær iðulega háar fjár­hæðir að laun­um fyr­ir af­rek sín á er­lendri grundu en hér heima hef­ur hún byggt upp eigið fyr­ir­tæki, Cross­Fit Reykja­vík, í kring­um ástríðu sína.

4. Hljóm­sveitt

Syst­urn­ar Katrín Helga og Anna Tara Andrés­dæt­ur mynda sam­an hljóm­sveit­ina Hljóm­sveitt, sem vakið hef­ur mikla at­hygli að und­an­förnu. Þær syst­ur þora á meðan aðrir þegja og tjá sig með textum sín­um um ýmis feimn­is­mál sam­fé­lags­ins og ramma ádeil­ur sín­ar pent inn með krútt­leg­um og gríp­andi lag­lín­um.

5. Re­bekka Rún Mitra

Re­bekka Rún er aðeins 18 ára göm­ul en ný­verið stofnaði hún sam­tök­in Young Europe­an Lea­ders for Change ásamt tveim­ur vin­um sín­um frá Nor­egi og Kósóvó. Sam­tök­in miða að því að auka sam­fé­lags­virkni ungs fólks og koma því til áhrifa, enda sé ungt fólk rödd sam­tím­ans jafnt sem framtíðar­inn­ar.

6. Aníta Hinriks­dótt­ir

Að öll­um öðrum ólöstuðum verður að segj­ast að Aníta Hinriks­dótt­ir er von­ar­stjarna Íslands þegar kem­ur að íþrótta­afrek­um, enda hef­ur hún þegar af­rekað svo margt. Hún varð heims-, Norður­landa- og Evr­ópu­meist­ari í 800 metra hlaupi ung­menna árið 2013. Aníta er aðeins 18 ára göm­ul og á enn nóg inni.

7. Ugla Stef­an­ía Jóns­dótt­ir

Ugla Stef­an­ía er 23 ára göm­ul. Hún er fræðslu­stýra Sam­tak­anna 78 og formaður Trans-Íslands. Ugla hef­ur svo sann­ar­lega lagt sitt á vog­ar­skál­arn­ar þegar kem­ur að rétt­inda­bar­áttu LG­BTQ fólks og gagn­rýnt staðalí­mynd­ir kynj­anna op­in­ber­lega.

8. Embla Guðrún­ar Ágústs­dótt­ir

Embla hef­ur frá ung­lings­aldri tekið virk­an þátt í rétt­inda­bar­áttu fatlaðs fólks. Hún stend­ur að baki vefsíðunni Tabú ásamt Freyju Har­alds­dótt­ur, en þar fjalla þær um jaðar­setn­ingu fatlaðs fólks og þá sér­stak­lega frá sjón­ar­hóli kvenna með fatlan­ir.

9. Sam­band femín­ista­fé­laga fram­halds­skól­anna

Sam­band femín­ista­fé­laga fram­halds­skól­anna er vissu­lega ekki kven­hetja en að baki fé­lag­inu standa hetj­ur, óháð kyni. SFF var stofnað í fe­brú­ar af femín­ista­fé­lög­um sjö fram­halds­skóla og er mark­mið þess að treysta tengsl þeirra og styrkja áhrif þeirra á sam­fé­lagið.

10. Sara Lind Páls­dótt­ir (Sara í Júník)

Áður en þú byrj­ar að ham­ast af bræði í komm­enta­kerf­inu skul­um við líta á staðreynd­ir máls­ins. Sara í Júník er ann­ar eig­enda og and­lit (eða rödd) fyr­ir­tæk­is sem rek­ur tvær versl­an­ir í stærstu versl­un­ar­kjörn­um lands­ins og hún er aðeins 24 ára göm­ul. Hvað sem hverj­um finnst um föt­in eða aug­lýs­ing­arn­ar má hrósa Söru fyr­ir að koma til dyr­anna eins og hún er klædd og láta drauma sína ræt­ast.

Sigríður María
Sig­ríður María Krist­inn Ingvars­son
Hljómsveitt
Hljóm­sveitt
María Rut
María Rut mbl.is/​Rax
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriks­dótt­ir Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Ugla Stefanía
Ugla Stef­an­ía Eva Ágústa Ara­dóttt­ir
Sara Lind
Sara Lind
Rebkka Rún Mitra
Rebkka Rún Mitra
Frá stofn­fundi Sam­bands Femín­ista­fé­laga Fram­halds­skól­ana
Frá stofn­fundi Sam­bands Femín­ista­fé­laga Fram­halds­skól­ana
Embla
Embla tabu2014.wor­dpress.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ættir að íhuga hugmynd sem einhver hefur fram að færa. Ekki láta gabbast af tilfinningauppnámi eða sorglegri sögu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ættir að íhuga hugmynd sem einhver hefur fram að færa. Ekki láta gabbast af tilfinningauppnámi eða sorglegri sögu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son