95 prósent þjóðarinnar á kókflöskum

Kolbeinn og Teresa geta kælt sig með Coke í sumar.
Kolbeinn og Teresa geta kælt sig með Coke í sumar. Styrmir Kári

Síðasta sumar vakti herferðin Njóttu Coke talsvera athygli. Samferða auglýsingum þar sem fólk var hvatt til að njóta Coca Cola með fjölskyldu og vinum voru prentaðir nýjir miðar á flöskurnar með 75 algengustu kvenmannsnöfnunum á Íslandi og 75 algengustu karlmannsnöfnunum. Hugmyndin var sú að fólk gæti fundið coke-flösku merkta sér úti í næstu verslun en auðvitað var sú ekki raunin fyrir flesta. Með sumrinu hefur herferðinni aftur verið hleypt af stokkunum en í þetta skipti má sjá mun fleiri nöfn og fjölþjóðlegri í verslunum landsins.

„Það var auðvitað mikil umfjöllun um það á þeim tíma af hverju það væru ekki fleiri nöfn en við gátum í rauninni ekki framleitt meira þá,“ segir Jón Viðar Stefánsson, markaðsstjóri gosdrykkja hjá Vífilfelli.

„Núna var ákveðið að ná yfir 95 prósent af þjóðinni. Þetta er byggt á lista sem við fengum frá þjóðskrá með tæplega 1500 nöfnum að mig minnir,“ segir Jón. „Þetta eru nöfn fólks sem er búsett á Íslandi og þar af leiðandi eru einnig ýmis erlend nöfn með.“

Flestir ættu að geta fundið flösku með sínu nafni í sumar samkvæmt Jóni en hann segir að tekið sé tillit til þess hversu algeng nöfnin eru við framleiðslu. „Það eru til dæmis miklu fleiri Jón-ar heldur en Adelur til dæmis. Við röðum upp hversu margir heita hvað og setjum upp í formúlu þegar við ákveðum reglum. Þegar okkur vantar fjórar milljónir miða eru ákveðið hlutfall af því sem er Jón og ákveðið hlutfall sem er Adela, ákveðið hlutfall sem er Baltasar og þannig heldur þetta áfram eftir kúnstarinnar reglum.“

Jón segir Coke-flösku framleiðslu sumarsins vera í milljónatali. Hálfslítra flöskurnar eru nú þegar merktar ýmsum Íslendingum og munu nýir miðar væntanlegir á stærri einingar fljótlega.

Á njottucoke.is er hægt að fletta upp hvort tiltekið nafn sé að finna á flösku. Jón Viðar bendir á að skrifa þarf nafnið inn í þágufalli til þess að finna út hvort hægt sé að njóta Coke með viðkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir