Strangasti háskóli í heimi

Kirkjan í Pcc er af stærri gerðinni.
Kirkjan í Pcc er af stærri gerðinni.

Pensacola Christian Col­l­e­ge í Flórída er af mörg­um tal­inn einn strangasti há­skóli í heimi. Það er þó ekki vegna óvenju mik­ill­ar heima­vinnu eða harðra viður­laga við ritstuldi sem há­skól­inn hef­ur þetta orðspor.

Í siðaregl­um skól­ans er ást á guði efst á lista en hverri siðareglu fylgja vís­an­ir í bibl­í­una til frek­ari glöggv­un­ar. Á eft­ir siðaregl­un­um fylg­ir listi yfir það sem ekki má en svo virðist sem hann gildi yfir all­an náms­tím­an, sama hvort nem­end­ur eru á skóla­lóðinni eða utan henn­ar.

Notk­un og meðferð áfeng­is sem og annarra vímu­efna er strang­lega bönnuð. Klám eða ósiðlegt kyn­ferðis­legt at­hæfi er einnig bannað en sam­kvæmt list­an­um telst allt kyn­líf fyr­ir hjóna­band, fram­hjá­hald og sam­kyn­hneigð til ósiðlegs kyn­ferðis­legs at­hæf­is. Nem­end­ur mega held­ur ekki fá út­rás með því að klæm­ast munn­lega eða einu sinni blóta, í rituðu máli eða með raf­tækj­um.

Nem­end­ur mega held­ur ekki dansa en sam­kvæmt skóla­yf­ir­völd­um er tæl­andi eðli flestra dansa ósiðlegt sam­kvæmt regl­um biblí­unn­ar og til þess fallið að leiða fólk í freistni. Hvers­kon­ar fjár­hættu­spil eru bönnuð og nem­end­um er bent á að forðast að nota spil sem tengj­ast fjár­hættu­spil­um á ein­hvern hátt.

Að lok­um er tekið fram að galdr­ar, miðils­fund­ir, stjörnu­speki eða „aðrir satan­ísk­ir til­b­urðir“ séu að sjálf­sögðu bannaðir enda gangi þeir gegn lög­mál­um biblí­unn­ar.

Galla­bux­ur á til­skyld­um tím­um

Siðaregl­un­um fylgja einnig hald­góðar leiðbein­ing­ar um hvernig nem­end­ur skuli klæða sig. Til að mynda mega karl­menn ekki vera með skegg eða sítt hár eða vera kven­lega til fara að nokkru leiti. Að sama skapi mega kon­ur ekki klæða sig karl­mann­lega eða ganga í bux­um nema við íþróttaiðkun. Húðflúr eru einnig bönnuð sem og ónátt­úru­leg­ir hár­lit­ir.

Mælt er með því að karl­menn noti aðeins galla­bux­ur eft­ir klukk­an 17:00 á virk­um dög­um eða á laug­ar­dög­um. Pils­fald­ar kvenna mega verða að ná niður að hnjám og bol­ir og skyrt­ur skulu ávalt hylja axl­ir þeirra og brjósta­skoru með öllu. Sund­fatnaður verður að hylja maga kvenn­anna og fari þær í vatns­renni­brautag­arð eiga þær að klæðast stutterma­bol að auki.

Faðmlaga­laust fé­lags­líf

Jazz, rokk, rapp, R&B, popp og kántrí­tónlist er einnig á bann­lista skóla­yf­ir­valda jafn­vel þó text­ar lag­anna séu af kristn­um meiði. Á há­skóla­svæðinu má ekki horfa á sjón­varp og utan sem inn­an há­skóla­svæðis­ins eru kvik­mynd­ir bannaðar nema þær sem fá­an­leg­ar eru í bóka­safni há­skól­ans. 

Sam­kvæmt heimasíðu PCC býður há­skól­inn upp á frá­bært um­hverfi til að kynn­ast fólki og mynda langvar­andi sam­bönd. Hins­veg­ar mega karl­ar og kon­ur ekki snert­ast á nokk­urn hátt eða vera á af­vikn­um stöðum sam­an. Kyn­in hafa sitt­hvor bíla­stæðin, aðskyld­ar baðstrend­ur og er gert að nota sitt­hvor­ar lyft­urn­ar og mega jafn­vel ekki nota sömu stiga. 

Nem­end­ur verða að vera í her­bergj­um sín­um frá 23:00 á kvöld­in til 05:30 á morgn­ana. Ljós er slökkt klukk­an 23:15 á virk­um dög­um en klukk­an 24:00 á föstu­dög­um og laug­ar­dög­um. Aðeins þeir sem eru 23 ára eða eldri mega vaka og læra eft­ir að ljós hafa verið slökkt. Sér­stök leyfi þarf til að fara í lengri ferðir út fyr­ir há­skóla­svæðið og einnig þarf sér­stakt leyfi ef nem­andinn vill vinna meðfram skóla. 

Sögðu fórn­ar­lamb­inu að iðrast

Eins og marg­ir geta ímyndað sér eft­ir þessa lesn­ingu er PCC afar um­deild stofn­un. Viðbrögð starfs­manna henn­ar við kyn­ferðis­legu of­beldi hafa sér­stak­lega verið gagn­rýnt. Í apríl steig fyrr­um nem­andi fram og sagði frá því að henni hafi verið sagt að iðrast fyr­ir að hafa verið nauðgað af þáver­andi unn­usta sín­um. Ráðgjafi við skól­ann sagði henni að hún yrði að iðrast til að bæta sam­band sitt við guð og að hún yrði að fyr­ir­gefa unn­usta sín­um til þess að bit­ur­leiki tæki ekki yfir líf henn­ar enda sé bit­ur­leik­inn mun verri en hvað sem unnust­inn gæti hafa gert. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell