Hundruð þúsunda fyrir íbúð á Þjóðhátíð

Þjóðhátíð í Eyjum er um næstu helgi.
Þjóðhátíð í Eyjum er um næstu helgi. Sigurður Bogi Sævarsson

Dæmi erum um að þjóðhátíðargestir greiði hundruð þúsunda króna fyrir íbúðarleigu yfir þjóðhátíðarhelgina.

Mikil eftirspurn er eftir gistingu í Eyjum um næstu helgi og stór hluti þeirra íbúða sem er til leigu var bókaður fyrir nokkrum mánuðum. Enn er þó von um að fá íbúð á leigu, þó sú von sé dauf, en greiða þarf fúlgur fjár fyrir. Rigningarspá er í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og því eflaust margir sem gætu hugsað sér að hafa þak yfir höfuðið. 

Hinn 22 ára gamli Gauti Þormar er einn þeirra hátíðargesta sem leitaðist eftir því að leigja íbúð í Vestmanneyjum, en hann hefur áður gist á tjaldstæðinu yfir Þjóðhátíð. Hann og vinir hans hafa ólmir leitað að íbúð í Eyjum. Allur gangur er á því hvort leiguverð skuli greiðast sem föst heildarsumma eða hvort rukkað er miðað við fjölda sem gistir í búðinni. 

„Við fundum íbúð á netinu þar sem leigutakinn rukkaði bara á haus. Þá gátum við fjórir leigt tvö herbergi en í næsta herbergi við okkur var par sem við þekktum ekki fyrir,“ segir Gauti. Uppsett leiguverð fyrir hvert herbergi var 35 þúsund krónur fyrir hvern leigjanda. 

Sendu „atvinnuumsókn“ með leigutilboði í íbúðina

„Við heyrðum svo af annarri íbúð og athuguðum hana. Verðið á henni var 250.000 krónur yfir helgina og það eru tíu manns sem komast fyrir. Við reyndum að fá fleiri með okkur og buðumst til þess að vera sjö í íbúðinni og greiða 200.000 krónur fyrir, en það voru okkar þolmörk,“ segir Gauti.

Hart er slegist um íbúðirnar og að sögn Gauta reyndu þeir félagarnir eins og þeir gátu að auka líkur á að tilboð þeirra yrði samþykkt. „Við teljum okkur örugga leigjendur og við sendum leigusalanum ýtarlegt bréf um hvern og einn okkar, ekki ósvipað atvinnuumsókn, til þess að auka líkur okkar. Það dugði ekki til,“ segir Gauti, en fjórir vinahópar kepptust um að fá íbúðina leigða.

„Eftirspurnin er það mikil að Eyjamenn komast bara upp með að rukka eins og þeir vilja. Auðvitað myndi maður gera það í sömu sporum,“ segir Gauti.

En hvað er til bragðs að taka núna? „Það er bara tjaldið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Gauti.

Sjá einnig: Mikil væta og vindur á Þjóðhátíð

Gauti Þormar
Gauti Þormar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir