Í kjölfar andláts Robins Williams hafa aðdáendur hans flykkst í almenningsgarð Bostonborgar þar sem frægan bekk úr kvikmyndinni Good Will Hunting er að finna. Í kvikmyndinni situr persóna Williams á bekknum með persónu Matts Damon og ræðir við hann um lífið og tilveruna. Atriðið má sjá í myndbandinu hér að neðan en einræða Williams þykir vera með þeim öflugri í kvikmyndum seinni tíðar og vann hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.
Aðdáendur hafa komið með blóm að bekknum, sest og rætt saman, auk þess sem allt í kringum bekkinn er búið að kríta frægar setningar úr kvikmyndum leikarans.
bench in the public garden where robin williams sat with matt damon in scene from "good will hunting.." #wbz pic.twitter.com/e49gIX9hn8
— Carl Stevens (@carlwbz) August 12, 2014