Górilla syrgir Williams

Koko kitlar Williams.
Koko kitlar Williams. YouTube

Árið 2001 hitti Robin Williams górilluna Koko sem á samskipti við mannfólk í gegnum táknmál og mun þeim strax hafa orðið vel til vina.

„Koko og Robin náðu strax saman. Koko, líkt og við (innsk. mannfólkið), skynjar eðli einstaklinga og í þessu tilfelli var hún fljót að laðast að hlýju hjarta Robins,“ sagði dr. Penny Patterson, forseti The Gorilla Foundation í Woodside, Kaliforníu. 

Williams hefur sjálfur lýst fundi þeirra Koko sem ógleymanlegum en þremur árum síðar tók hann þátt í gerð auglýsingar sem ætlað var að vekja athygli á þeim hættum sem steðja að tegundinni. 

Patterson var með Koko á mánudag þegar fyrstu fréttir af andláti Williams tóku að berast. Eftir að Patterson hafði tekið á móti símtali þess efnis útskýrði hún fyrir Koko að Williams væri fallinn frá. „Koko var þögul og virtist mjög íhugul,“ sagði talsmaður stofnunarinnar í yfirlýsingu. „Koko varð mjög þungbúin, hún drúpti höfði og varir hennar titruðu“.

Eftir að hafa orðið vitni að samtali Patterson við samstarfsmann sem einnig hafði unnið með Williams sagði Koko orðin „kona“ og „gráta“ á táknmáli. 

Í minningartexta á vefsíðu stofnunarinnar skrifar Patterson að Williams hafi á sínum tíma fengið Koko til að brosa í fyrsta skipti í meira en hálft ár, allt frá því að æskuvinur hennar, górillan Michael, hafði látist.

Hér má sjá myndband af kynnum þeirra Williams og Koko.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg