Mikil vitundarvakning innan framhaldsskólanna

Á morgun, þriðjudag, ætlar Feministafélagið Embla, sem starfrækt er í Menntaskólanum í Hamrahlíð, að sýna heimildarmyndina Miss Representation á svokölluðu „mönskvöldi“. Viðburðurinn, sem er í í samstarfi við við feministafélögin úr Kvennó, MR og MS, verður í norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð.

Þessi byltingarkennda heimildarmynd fjallar um það hvernig konur eru túlkaðar í fjölmiðlum. Vakti myndin mikla athygli er hún kom út árið 2011 og fær hún 7,6 stjörnur á kvikmyndavefnum imdb.com

Samkvæmt Karen Björk Eyþórsdóttur, formanni nemendafélags MH, hefur orðið mikil vitundarvakning  þegar kemur að jafnrétti og feminisma innan framhaldsskólanna á undanförnum misserum.

„Til dæmis hafa 400 manns skráð sig í feministafélagið Emblu á Facebook síðan það var stofnað í haust og er fólk mjög duglegt við að setja inn á síðuna allskyns efni sem tengist feminisma og jafnrétti,“ segir Karen Björk. Jafnframt er núna unnið að því að stofna Femínistafélag framhaldsskólanna.

Sýningin hefst kl. 15.30 og er opin öllum.

Hér að neðan má sjá myndskeið úr heimildarmyndinni Miss Representation.


Karen Björk Eyþórsdóttir formaður NFMH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar