Kosningaaldurinn verður að lækka

Unglingar láta í sér heyra.
Unglingar láta í sér heyra. Morgunblaðið/Kristinn

Þau Þór­dís Ívars­dótt­ir, Skúli Haf­steinn Magnús­son og Björn Grét­ar Bald­urs­son eru nem­end­ur í tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræði við Há­skóla Íslands en þau telja rétt að lækka kosn­inga­ald­ur í 16 ár.

Hvenær má ég kjósa?

Við ákveðinn ald­ur er börn­um ít­rekað sagt að þau séu orðin full­orðin og nógu þroskuð til að tak­ast á við ákveðna hluti í þeirra lífi en þegar kem­ur að því að taka ákv­arðanir sem tengj­ast þeim eru þau ekki nægi­lega full­orðin til þess að hafa eitt­hvað um þau mál að segja.

Ung­ling­ur­inn er barn þegar þeim full­orðnu þókn­ast og full­orðinn þegar það hent­ar. Full­orðna fólkið verður að hafa sam­ræmi á milli þess sem það seg­ir við ung­ling­inn og muna að við erum alltaf fyr­ir­mynd­ir fyr­ir þeim svo við þurf­um að passa það sem við ger­um og segj­um. Full­orðið fólk gleym­ir oft að setja sig í spor ung­linga og sjá hlut­ina aðeins út frá sínu eig­in sjón­ar­horni. Það gleym­ir því að ung­ling­arn­ir hafa oft aðrar hug­mynd­ir sem eru ekk­ert verri og eru líka með aðrar leiðir að hlut­un­um sem full­orðna fólkið sér ekki.

Við verðum líka að muna að það er eitt að læra um lýðræði í form­legri kennslu, til dæm­is inni í skóla­stofu, en það er annað mál að taka virk­an þátt í beinni lýðræðis­vinnu og sjá hvernig lýðræði virk­ar í raun með því að taka þátt. Á þess­um grund­velli læra þau að virða skoðanir annarra og taka til­lit til þess að það hafa ekki all­ir sömu hug­mynd­ir og þau. Ung­ling­an­ir læra að taka þátt í virkri umræðu um mál­efni og setja fram rök fyr­ir sín­um skoðunum. Það geng­ur ekki fyr­ir okk­ur sem full­orðna ein­stak­linga að tala við ung­ling­ana um að virða skoðanir og hug­mynd­ir annarra ef við tök­um ekki mark á þeirra skoðunum og tök­um þær ekki til greina.

Til þess að radd­ir ung­linga kom­ist að verður kosn­inga­ald­ur­inn að lækka niður í 16 ár. Þá verða stjórn­mála­menn að taka meira til­lit til þarfa og vilja unga fólks­ins og verða þar af leiðandi að koma með úr­lausn­ir og hug­mynd­ir um það hvað þeir ætla að gera fyr­ir ung­ling­ana, ætla má að þá muni skap­ast meiri áhugi fyr­ir póli­tík meðal ungs fólks. Börn og ung­ling­ar hafa miklu meira aðgengi að upp­lýs­ing­um í dag en þær kyn­slóðir sem á und­an voru. Þau eru meðvituð um hvað þau vilja og þau hafa oft sterk­ar skoðanir á hlut­un­um og góðar hug­mynd­ir um hvernig á að fram­kvæma þær. Mik­il­vægt er að virkja unga fólkið í lýðræðis­leg­um vinnu­brögðum og leyfa rödd og hug­mynd­um þeirra að skína.

Þórdís Ívarsdóttir, Skúli Hafsteinn Magnússon og Björn Grétar Baldursson
Þór­dís Ívars­dótt­ir, Skúli Haf­steinn Magnús­son og Björn Grét­ar Bald­urs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son