Sindri Þór Jakobsson
Kaupa Í körfu
HÁPUNKTUR sumarsins hjá sundfólki af yngri kynslóðinni var um helgina á Akranesi þar sem aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ, fór fram í Jaðarsbakkalaug. Lið Sundfélags Hafnarfjarðar gaf tóninn strax á fyrsta keppnisdegi er liðið náði efsta sætinu í stigakeppni liða sem sendu keppendur á mótið og er skemmst frá því að segja að SH leit aldrei um öxl og sigraði með nokkrum yfirburðum í heildarstigakeppninni og fékk 1628 stig. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, ÍBR, varð í öðru sæti með 1331 stig en baráttan um þriðja sætið var nokkuð hörð þar sem lið Ægis hafði betur í rimmu sinni gegn liði heimamanna, ÍA, en Ægir fékk 973 stig en ÍA 818 stig. MYNDATEXTI. Það gekk vel hjá Sindra Þór Jakobssyni úr Óðni á AMÍ. Hann kom fyrstur í mark í fjórum greinum, 100 og 200 m flugsundi, 400 m skriðsundi og 200 m fjórsundi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir