Bókaklúbbur Smartlands hefur göngu sína

Næturóskin eftir Anne B. Ragde er spennandi saga um ástir …
Næturóskin eftir Anne B. Ragde er spennandi saga um ástir og höfnun blaðakonunnar Ingunnar.

Höfundur: Anne B. Ragde

219 bls., Mál og menning

Útgáfuár: 2012

Bókaklúbbur Smartlands er splunkunýr af nálinni. Í samvinnu við Forlagið ætlum við að lesa saman eina bók á mánuði. Fyrsta bókin sem bókaklúbburinn tekur fyrir er Næturóskin eftir Anne B. Ragde, sem er einn vinsælasti rithöfundur Noregs um þessar mundir. Hún sló í gegn með Berlínaröspunum sem kom út á íslensku 2006 og eftir henni komu Kuðungakrabbarnir og Á grænum grundum sem allar fjalla um Neshov-fjölskylduna. Er skemmst frá því að segja að þríleikurinn varð geysilega vinsæll á Íslandi líkt og annars staðar.


Í Næturóskinni skrifar Anne um rótlausa nútímakonu sem er alveg viss um að lífið sem hún lifir geti ekki orðið betra. Ingunn er mikils metinn blaðamaður og sérfræðingur í tónlist af öllu tagi. Utan vinnu er hún sólgin í karlmenn og kynlíf en um leið hrædd við náin tengsl og svik. Þegar hún finnur að áhugi karlmannsins dalar flýtir hún sér að slíta sambandinu til að verða fyrri til. Einlægasta vináttusambandið á hún við bílinn sinn og hund nágrannans.

Til umhugsunar við og eftir lestur bókarinnar:

•    Ingunni er öfundsverð kona að mörgu leyti. Hún er í gríðarlega fjölbreyttu og skemmtilegu starfi og getur hagað lífi sínu eins og hún kýs. Þó finnur lesandi undirliggjandi óánægju. Hvernig kemur hún fram og hvað veldur henni?

•    Hvers vegna er Ingunn svona hrædd við höfnun?

•    Ingunn er nýstárleg kvengerð sem aðalpersóna í skáldsögu. Fyrr á tímum hefði hún verið lausláta aukapersónan, jafnvel hættuleg almennilegu kvenfólki, fordæmd og fyrirlitin. Höfundar sem velja þessa týpu vilja skoða hvatir kvenna og líf sem ekki fylgir troðnum slóðum. Hvað finnst þér um þessa þróun?

•    Einum norskum gagnrýnanda fannst Anna B. Ragde miskunnarlaus í lýsingu sinni á Ingunni. Finnst þér það?

•    “Endirinn er elegant,” sagði einn gagnrýnandi. Hvað finnst þér?

•    Hvað myndir þú segja við Ingunni ef hún væri besta vinkona þín?

HÉR má nálgast bókina á góðu verði.


„Stíll hennar … er stríður, flæðandi, fullur af sterkri skynjun fyrir stöðu konunnar og tilfinningalífi, kaldrifjaðri drottnunarþörf hennar sem víkur sér frá tilfinningalegu bandi í skjóli stöðugra kynlífsblossa.  Karllæg krafa hennar um stöðugt nýja drætti er írónísk. Hún er þannig lengi vel á skjön við fórnarlambstón margra skvísubóka. … Sagan er því merkileg viðbót við kvennalitteratúr okkar daga …”
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

„Næturóskin er grípandi saga um konu sem þarf að komast yfir tilfinningahömlur sínar og þora að lifa, elska og sakna.”
Jyllands-Posten

„…sterk saga, full af orku og húmor en líka viðkvæmni.”
Kjell-Olaf Jensen / Dagbladet

Hér fyrir neðan er hægt að taka þátt í umræðum um bókina. Vertu endilega með og taktu þátt í spennandi umræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda