Fundu herpes vírusinn í Fimmtíu gráum skuggum

Metsölubókin 50 gráir skuggar.
Metsölubókin 50 gráir skuggar.

Tveir belgískir háskóla prófessorar hafa rannsakað tíu bækur sem voru oftast teknar að láni á Antwerp bókasafninu. Þeir tóku lífsýni af bókunum.

Samkvæmt heimildum The Time leiddi bakteríu- og eiturefnarannsóknin það í ljós að finna mátti jákvæða svörun við herpes vírusnum á bókinni Fimmtíu gráir skuggar eftir E.L. James.

Af öllum tíu bókunum sem voru vinsælastar til útláns kom það kannski ekki á óvart að bókin Fimmtíu gráir skuggar skyldi hafa að geyma herpes vírusinn því hann breiðist ofast út með kynlífi.

Fimmtíu gráir skuggar er að vissu leiti vírus í sjálfu sér því bókin smitaði milljónir stúlkna af ranghugmyndum en bókin fjallar um hina undirgefnu og óöruggu Anastasiu Steel sem kynnist auðjöfrinum Christian Grey. Þau hefja ástarsamband sem er svo snarruglað að það á litla sem enga stoð í raunveruleikanum.

Prófessorarnir fundu ekki mikið af bakteríum eða eiturefnum í hinum bókunum aðeins örlítið af kókaíni.

Belgískir bókaormar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur þar sem að magnið af herpes veirunni eða kókaíninu var í svo litlum mæli að það væri ómögulegt fyrir nokkurn mann að smitast eða líða furðulega af eiturlyfinu með því að snerta bækurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda