Sparar kynlífið fyrir helgina

Elísabet Kristín Jökulsdóttir sparar sjálfa sig fyrir helgina.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir sparar sjálfa sig fyrir helgina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld keypti sófa Einars Ben sem hún myndi alveg vilja selja Björgólfi Thor fyrir 500 þúsund krónur eða meira.

Hvert er besta sparnaðarráðið?

„Humm.“ 

Í hvað eyðir þú peningum í vitleysu? „Að spara pening í bankanum, setja sér markmið og standa við það. Það gerði ég árið 1989 og keypti mér hús. Síðan hefur bankinn verið að reyna að ná húsinu, nei skatturinn.“


Bestu kaupin? „Bestu kaupin eru sófi Einars Ben sem ég keypti á krónu. Kærastinn minn kallar hann núna bara Einar. Einar er til sölu á hálfa miljón eða meira fyrir Björgólf Thor.“

Verstu kaupin? „Verstu kaupin eru að kaupa eitthvað handa kærastanum eins og silkiklút eða axlabönd á 10 þúsund sem hann hefur engan áhuga á og ég gleymi að skipta því fyrr en það er orðið of seint.“


Sparar þú meðvitað? „Nei, ég spara ómeðvitað. Nú er ég til dæmis að spara sjálfa mig fyrir kynlífið um helgina, þetta er reyndar meðvitað.“


Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa? „Þá myndi kaupa trillu handa kærastanum, og kíki fyrir afganginn.“

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda