Áttu grænt barn?

Grænn er meira en bara litur náttúrunnar, að vera „grænn“ …
Grænn er meira en bara litur náttúrunnar, að vera „grænn“ þýðir að þú ert með meðvituð/aður um umhverfi þitt og náttúrurvernd og að þú vilt gera eitthvað til þess að vernda jörðina. mbl.is/Thinkstockphotos

Grænn er meira en bara litur náttúrunnar, að vera „grænn“ þýðir að þú ert með meðvituð/aður um umhverfi þitt og náttúrurvernd og að þú vilt gera eitthvað í málinu. Það þarf ekki endilega að gera svo ýkja mikið, stundum er nóg að fylgja alltaf ákveðnum skrefum því ef allir myndu stíga þau skref yrði jörðin byggilegri.

Hlutverk okkar sem eru fullorðin, er að fá jörðina lánaða og skila henni í jafngóðu standi til komandi kynslóða. Satt best að segja höfum við og fyrri kynslóðir staðið okkur illa í því hlutverki en margt bendir til þess að fólk framtíðarinnar, þ.e.a.s. börnin okkar verði „grænni“, þ.e. meðvitaðri um sjálfbæra þróun og umhverfisvernd heldur fyrri kynslóðir.

Ef þú vilt efla umhverfisvitund barnanna þinna þá er ágætt að kenna þeim nokkra hluti sem er líklegt að fræða þau og efla á grænni vegferð. Kenna þeim að ef allir myndu nota minna rusl, þá yrði til minna rusl. Ef allir myndu vera duglegri að flokka og endurnýta yrði sömuleiðis til minna rusl og minna plast myndi enda í sjónum.

Krakkar flokka sorp.
Krakkar flokka sorp. Billi/Brynjar Gunnarsson

Nokkur einföld atriði sem fjölskyldan getur lagt áherslu á og  auðvelt er að kenna börnu :

  • Njótið náttúrunnar með börnunum og kennið þeim að bera virðingu fyrir henni með reglulegum göngutúrum og útiveru
  • Notið minna af flestu, einkum því sem notað er einu sinni og svo hent. Útskýrið fyrir börnunum af hverju það er mikilvægt.
  • Notið hlutina oft og eins lengi og hægt er
  • Notið sjálf margnota plastpoka og forðist einnota plast þegar því verður viðkomið
  • Flokkið og sendið í endurnýtingu alla hluti sem hægt er í stað þess að henda, flöskur, dósir, plast, pappír, bækur, föt og leikföng. Bæði geta aðrir oft notað dót sem þú hefur ekki þörf fyrir og svo er hægt að endurnýta svo sem pappír og plast í aðra framleiðslu.
  • Takið þátt í að plokka með börnunum ykkar. Plokk sameinar góða hreyfingu, útiveru, samverustund fjölskyldunnar og kennslu í umhverfisfræðum. Að auki er ólíklegt að barn sem hefur plokkað hendi rusli annarsstaðar en í ruslafötu. 
  • Veltið fyrir ykkur hvort hægt sé að kaupa eða fá notaða hluti þegar eitthvað vantar
  • Vendu barnið á að ganga eða hjóla í skólann þegar það er hægt, þó það kunni að vera svolítill spotti. Hreyfing er góð og gott að kenna barninu að því færri ferðir í bíl, því betra fyrir umhverfið
  • Það kann að vera mikilvægara að spara orku og vatn erlendis en hér á Íslandi. Hinsvegar er gott að kenna börnum að slíkt sé nauðsynlegt því orka og vatn eru takmörkuð gæði, þó svo við búum vel hér á Íslandi.

Nemendur í Háteigsskóla bjuggu eitt sinn til tvö ruslafjöll á …
Nemendur í Háteigsskóla bjuggu eitt sinn til tvö ruslafjöll á skólalóðinni Golli / Kjartan Þorbjörnsson



 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda